Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Bændum er ráðlagt að fara yfir tryggingamálin og skoða hvort ökutækjatryggingar þeirra nái yfir eftirvagna eins og haugsugur og heyvinnutæki.
Bændum er ráðlagt að fara yfir tryggingamálin og skoða hvort ökutækjatryggingar þeirra nái yfir eftirvagna eins og haugsugur og heyvinnutæki.
Mynd / TB
Fréttir 7. ágúst 2020

Haugsugulán varð bónda dýrkeypt

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Með nýjum lögum um ökutækja­tryggingar, sem tóku gildi 1. janúar 2020, telst eftirvagn (t.d. kerrur, hestakerrur, tjaldvagnar og fellihýsi) eða annað tæki sem fest er við ökutæki sem ein heild.
 
Hjá bændum geta þetta t.d. verið rúlluvélar, vagnar, heyvinnuvélar, haugsugur o.fl. sem dregið er af dráttarvélum. Breytingin þýðir að ábyrgðartrygging ökutækis nær ekki yfir tjón sem verður á eftirvagni óháð eignarhaldi. Áður tók ábyrgðartryggingin á slíku tjóni ef eigandi eftirvagns var ekki ökumaður eða eigandi ökutækisins. 
 
Haugsugan ótryggð
 
Bóndi nokkur lánaði haugsugu á milli bæja eins og góðir nágrannar gera. Haugsugan var ekki tryggð sérstaklega en sá sem fékk hana lánaða lenti í tjóni. Haugsugan sjálf var ótryggð og lenti því tjónið á bóndanum sem fékk haugsuguna lánaða.
 
Vátryggingafélag Íslands kynnti breytingarnar með eftirfarandi dæmi: A fær kerru lánaða hjá B og lendir í ökutækjatjóni sem hann er valdur að.
 
Fyrir lagabreytingu:
Tjón á kerru greiðist úr ábyrgðartryggingu ökutækis A.
 
Eftir lagabreytingu: 
Tjón á kerru greiðist ekki úr ábyrgðartryggingu ökutækis A.
 
Ábyrgðartrygging ökutækis tekur áfram á tjónum sem verða vegna ökutækis sem dregur eftirvagn, að vagni frátöldum. Til að tryggja tengivagninn sjálfan þarf að kaskótryggja hann. Þess ber að geta að kaskótrygging ökutækis nær ekki yfir tengivagninn. 
 
Hálfkaskó getur dugað
 
Bændur eru margir hverjir með svokallaðar „hálfkaskótryggingar“ á dráttarvélum til landbúnaðar­starfa. Undir þann skilmála falla landbúnaðartæki í eigu vátryggingataka sem eru fast­tengd við dráttarvélina þegar hún veltur eða hrapar. Bótasvið tryggingarinnar innifelur einnig bruna, skemmdir vegna eldinga, rúðubrota og þjófnaðartilrauna en þessir þættir eiga eingöngu við um dráttarvélina sjálfa.Tryggingafélögin hafa hvatt sína viðskiptavini til þess að fara yfir trygginga­málin og hafa samband við sitt tryggingafélag ef þeir eiga tengivagn. 

Skylt efni: haugsugur | tryggingar

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...