Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Bændum er ráðlagt að fara yfir tryggingamálin og skoða hvort ökutækjatryggingar þeirra nái yfir eftirvagna eins og haugsugur og heyvinnutæki.
Bændum er ráðlagt að fara yfir tryggingamálin og skoða hvort ökutækjatryggingar þeirra nái yfir eftirvagna eins og haugsugur og heyvinnutæki.
Mynd / TB
Fréttir 7. ágúst 2020

Haugsugulán varð bónda dýrkeypt

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Með nýjum lögum um ökutækja­tryggingar, sem tóku gildi 1. janúar 2020, telst eftirvagn (t.d. kerrur, hestakerrur, tjaldvagnar og fellihýsi) eða annað tæki sem fest er við ökutæki sem ein heild.
 
Hjá bændum geta þetta t.d. verið rúlluvélar, vagnar, heyvinnuvélar, haugsugur o.fl. sem dregið er af dráttarvélum. Breytingin þýðir að ábyrgðartrygging ökutækis nær ekki yfir tjón sem verður á eftirvagni óháð eignarhaldi. Áður tók ábyrgðartryggingin á slíku tjóni ef eigandi eftirvagns var ekki ökumaður eða eigandi ökutækisins. 
 
Haugsugan ótryggð
 
Bóndi nokkur lánaði haugsugu á milli bæja eins og góðir nágrannar gera. Haugsugan var ekki tryggð sérstaklega en sá sem fékk hana lánaða lenti í tjóni. Haugsugan sjálf var ótryggð og lenti því tjónið á bóndanum sem fékk haugsuguna lánaða.
 
Vátryggingafélag Íslands kynnti breytingarnar með eftirfarandi dæmi: A fær kerru lánaða hjá B og lendir í ökutækjatjóni sem hann er valdur að.
 
Fyrir lagabreytingu:
Tjón á kerru greiðist úr ábyrgðartryggingu ökutækis A.
 
Eftir lagabreytingu: 
Tjón á kerru greiðist ekki úr ábyrgðartryggingu ökutækis A.
 
Ábyrgðartrygging ökutækis tekur áfram á tjónum sem verða vegna ökutækis sem dregur eftirvagn, að vagni frátöldum. Til að tryggja tengivagninn sjálfan þarf að kaskótryggja hann. Þess ber að geta að kaskótrygging ökutækis nær ekki yfir tengivagninn. 
 
Hálfkaskó getur dugað
 
Bændur eru margir hverjir með svokallaðar „hálfkaskótryggingar“ á dráttarvélum til landbúnaðar­starfa. Undir þann skilmála falla landbúnaðartæki í eigu vátryggingataka sem eru fast­tengd við dráttarvélina þegar hún veltur eða hrapar. Bótasvið tryggingarinnar innifelur einnig bruna, skemmdir vegna eldinga, rúðubrota og þjófnaðartilrauna en þessir þættir eiga eingöngu við um dráttarvélina sjálfa.Tryggingafélögin hafa hvatt sína viðskiptavini til þess að fara yfir trygginga­málin og hafa samband við sitt tryggingafélag ef þeir eiga tengivagn. 

Skylt efni: haugsugur | tryggingar

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...