Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Lausaganga búfjár er víða til vandræða við Þjóðveg 1, t.d. í Rangárþingi eystra. Hér eru t.d. laus hross á veginum undir Eyjafjöllum og þar má stundum líka sjá kindur með lömb meðfram veginum.
Lausaganga búfjár er víða til vandræða við Þjóðveg 1, t.d. í Rangárþingi eystra. Hér eru t.d. laus hross á veginum undir Eyjafjöllum og þar má stundum líka sjá kindur með lömb meðfram veginum.
Mynd / MHH
Fréttir 22. september 2020

Hefur áhyggjur af lélegum girðingum með vegum og lausagöngu búfjár

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Landbúnaðarnefnd Rangárþings eystra fékk nýlega erindi inn á sitt borð varðandi lausagöngu búfjár meðfram Þjóðvegi 1 í sveitarfélaginu þar sem bréfritari lýsti yfir áhyggjum af stöðu mála. Nefndin tók undir með bréfritara á síðasta fundi sínum og lýsti yfir áhyggjum sínum á ástandi veg­girð­inga í sveitarfélaginu og þar af leiðandi búfénaði á vegsvæði.

Í bókun nefndarinnar kemur fram að þeirri spurningu sé ósvarað; hver er ábyrgð veghaldara á ástandi girðinga með vegum? Og, stenst það lög að veghaldari taki land af landeigendum og varpi síðan ábyrgð á þá um friðun vegsvæðis?

Vilja ekki lausagöngubann

Nefndin komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum að hún getur ekki fallist á lausagöngubann að svo komnu máli meðfram Þjóðvegi 1. Landbúnaðarnefnd hvetur hins vegar búfjáreigendur að gera það sem í þeirra valdi stendur að halda búfé frá vegum og afsetja þann fénað sem sækir út á veg. Þá óskar nefndin eftir því við sveitarstjórn að skýrð verði réttindi og skyldur búfjár- og landeigenda annars vegar og veghaldara hins vegar. Byggðaráð Rangárþings eystra hefur samþykkt að haldinn verði sameiginlegur fundur sveitarstjórnar, landbúnaðarnefndar og samgöngu- og umferðarnefndar. Á fundinn verði fengnir fulltrúar frá Lögreglustjóranum á Suðurlandi og Vegagerðinni.

Skylt efni: lausaganga búfjár

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...