Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Lausaganga búfjár er víða til vandræða við Þjóðveg 1, t.d. í Rangárþingi eystra. Hér eru t.d. laus hross á veginum undir Eyjafjöllum og þar má stundum líka sjá kindur með lömb meðfram veginum.
Lausaganga búfjár er víða til vandræða við Þjóðveg 1, t.d. í Rangárþingi eystra. Hér eru t.d. laus hross á veginum undir Eyjafjöllum og þar má stundum líka sjá kindur með lömb meðfram veginum.
Mynd / MHH
Fréttir 22. september 2020

Hefur áhyggjur af lélegum girðingum með vegum og lausagöngu búfjár

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Landbúnaðarnefnd Rangárþings eystra fékk nýlega erindi inn á sitt borð varðandi lausagöngu búfjár meðfram Þjóðvegi 1 í sveitarfélaginu þar sem bréfritari lýsti yfir áhyggjum af stöðu mála. Nefndin tók undir með bréfritara á síðasta fundi sínum og lýsti yfir áhyggjum sínum á ástandi veg­girð­inga í sveitarfélaginu og þar af leiðandi búfénaði á vegsvæði.

Í bókun nefndarinnar kemur fram að þeirri spurningu sé ósvarað; hver er ábyrgð veghaldara á ástandi girðinga með vegum? Og, stenst það lög að veghaldari taki land af landeigendum og varpi síðan ábyrgð á þá um friðun vegsvæðis?

Vilja ekki lausagöngubann

Nefndin komst að þeirri niðurstöðu á fundi sínum að hún getur ekki fallist á lausagöngubann að svo komnu máli meðfram Þjóðvegi 1. Landbúnaðarnefnd hvetur hins vegar búfjáreigendur að gera það sem í þeirra valdi stendur að halda búfé frá vegum og afsetja þann fénað sem sækir út á veg. Þá óskar nefndin eftir því við sveitarstjórn að skýrð verði réttindi og skyldur búfjár- og landeigenda annars vegar og veghaldara hins vegar. Byggðaráð Rangárþings eystra hefur samþykkt að haldinn verði sameiginlegur fundur sveitarstjórnar, landbúnaðarnefndar og samgöngu- og umferðarnefndar. Á fundinn verði fengnir fulltrúar frá Lögreglustjóranum á Suðurlandi og Vegagerðinni.

Skylt efni: lausaganga búfjár

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...