Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Kristnesspítali í Eyjafjarðarsveit varð 90 ára í byrjun nóvember. Fjölmargar gjafir bárust af því tilefni. Spítalinn hefur frá árinu 1993 verið hluti af Sjúkrahúsinu á Akureyri. Meginmarkmið spítalans nú snúast um endurhæfingu.
Kristnesspítali í Eyjafjarðarsveit varð 90 ára í byrjun nóvember. Fjölmargar gjafir bárust af því tilefni. Spítalinn hefur frá árinu 1993 verið hluti af Sjúkrahúsinu á Akureyri. Meginmarkmið spítalans nú snúast um endurhæfingu.
Mynd / BB
Fréttir 8. janúar 2018

Hefur frá upphafi gegnt lykilhlutverki í heilbrigðisþjónustu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Kristnesspítali í Eyjafjarðarsveit fagnaði 90 ára afmæli sínu þann 1. nóvember með hátíðlegri athöfn.  Frá árinu 1927 hefur verið rekin heilsutengd starfsemi í Kristnesi. 
 
Spítalinn hefur frá árinu 1993 verið hluti af Sjúkrahúsinu á Akureyri, SAk. Spítalanum voru færðar margar gjafir í tilefni dagsins.
 
Fjöldi gjafa barst á afmælisdaginn
 
Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri afhentu Kristnesspítala 6 milljónir króna að gjöf, sem verður varið til kaupa á þjálfunarbúnaði í sjúkraþjálfun og hægindastólum á legudeildirnar. Oddfellowstúkurnar á Akureyri færðu spítalanum 3 milljónir króna að gjöf og verða þær notaðar til kaupa á tveimur sérhönnuðum loftdýnum, tveimur sjúkrarúmum sem þola þunga einstaklinga, æfingastandbekk og ferðasúrefnissíu. Þá verður hluta fjármunanna varið til kaupa á snjóblásara til að skjólstæðingar, aðstandendur þeirra og starfsfólk spítalans geti notið aukinnar útivistar að vetri til. Fram kom við afhendingu gjafanna að með tilkomu snjóblásara rættist 90 ára gamall draumur þeirra sem stóðu að byggingu Kristneshælis.
 
Þrjú kvenfélög færðu spítalanum peningagjafir; Kvenfélagið Iðunn og Kvenfélagið Hjálpin, bæði í Eyjafjarðarsveit, og Kvenfélag Fnjóskdæla og verða fjármunirnir notaðir til kaupa á útibekk og ferðasúrefnissíu. Þá færði Krabbameinsfélag Akureyrar og nágrennis spítalanum Lazyboy-stól að gjöf. Loks gaf Eyjafjarðarsveit þrjá setbekki úr Lerki.
 
Bjarni Jónasson, forstjóri SAk, sagði í ávarpi sínu að Kristnesspítali hafi leikið lykilhlutverk í heilbrigðisþjónustu allt frá því hann tók til starfa og muni gera áfram. „Þetta er þjónusta sem íbúar á starfssvæði sjúkrahússins kunna vel að meta svo sem sjá má af þeim veglegu gjöfum sem spítalanum hafa verið færðar nú og í gegnum tíðina,“ sagði Bjarni.
 
Margir hugsa hlýlega til okkar
 
Ingvar Þóroddsson, forstöðulæknir í Kristnesi, sagði að þessar höfðinglegu gjafir hjálpuðu mjög mikið til við að endurnýja nauðsynlegan tækjakost og búa enn betur að skjólstæðingum sjúkrahússins. „Gjafirnar sýna að mjög margir muna eftir Kristnesi og hugsa hlýlega til okkar. Fyrir það er ég afskaplega þakklátur.“
 
Ingvar sagði jafnframt að meginmarkmiðin með starfseminni í Kristnesi væru tvö; endurhæfa fólk á hvaða aldri sem er til að það geti verið sem lengst heima og á vinnumarkaði og endurhæfa aldraða með það að markmiði að þeir geti dvalist sem lengst heima hjá sér. 

Skylt efni: Kristnesspítali

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...