Ísland hefur haft undanþágu frá því að innleiða þann hluta löggjafar Evrópusambandsins um heilbrigði dýra sem snýr að búfjárrækt.
Ísland hefur haft undanþágu frá því að innleiða þann hluta löggjafar Evrópusambandsins um heilbrigði dýra sem snýr að búfjárrækt.
Mynd / smh
Fréttir 29. ágúst 2024

Heildarstefna í dýraheilbrigðismálum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sigurborg Daðadóttir, fráfarandi yfirdýralæknir, hefur tekið við starfi í matvælaráðuneytinu þar sem hún mun leiða vinnu við mótun heildarstefnu í dýraheilbrigðismálum.

Vinnan mun felast í endurskoðun á löggjöf um heilbrigði dýra, sem eru í raun þrenn lög; dýrasjúkdómalögin, lög um innflutning dýra og lög um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr sem eru orðin um 30 ára.

Sigurborg segir að Ísland hafi innleitt ný dýravelferðarlög fyrir um tíu árum en nú sé komin röðin að dýraheilbrigði, uppfæra þurfi alla löggjöf sem fjallar um heilbrigði dýra og að taka ætti mið af löggjöf Evrópusambandsins við þá endurskoðun, sem gengur undir heitinu „Animal Health Law“. „Það er regnhlífarlöggjöf með mörgum afleiddum gerðum út frá henni. Ísland hefur innleitt löggjöfina en hún gildir eingöngu um lagareldisdýr, enda var okkur það skylt, en ekki fyrir landeldisdýr eða búfé þar sem við höfum undanþágu.

Við þurfum því að aðlaga okkur að nútímanum með þessari heildarendurskoðun sem fram undan er, þekking á sjúkdómum hefur stóraukist og miklar tækniframfarir hafa átt sér stað sem eru afgerandi þættir í þessum málaflokki. Við endurskoðun laganna er mikilvægt að taka mið af ESB-löggjöf vegna þess að öll viðskipti með dýr og dýraafurðir á milli landa grundvallast af gagnkvæmu trausti á stjórnskipulagi og samræmdri löggjöf,“ segir Sigurborg.

– Sjá nánar á bls. 14. í nýjasta tölublaði Bændablaðsins sem kom út í dag

Útlit fyrir sæmilega kartöfluuppskeru
Fréttir 29. ágúst 2024

Útlit fyrir sæmilega kartöfluuppskeru

Í Þykkvabænum er útlit fyrir sæmilega kartöfluuppskeru þegar á heildina er litið...

Heildarstefna í dýraheilbrigðismálum
Fréttir 29. ágúst 2024

Heildarstefna í dýraheilbrigðismálum

Sigurborg Daðadóttir, fráfarandi yfirdýralæknir, hefur tekið við starfi í matvæl...

Kyngreining sæðis hefst í haust
Fréttir 28. ágúst 2024

Kyngreining sæðis hefst í haust

Nautastöð Bændasamtaka Íslands (NBÍ) hefur gengið frá samningum við bandaríska f...

Ullarvika á Suðurlandi
Fréttir 28. ágúst 2024

Ullarvika á Suðurlandi

Ullarvika á Suðurlandi verður haldin í þriðja sinn dagana 29. september til 5. o...

Þingað um þörunga
Fréttir 28. ágúst 2024

Þingað um þörunga

Alþjóðleg þörungaráðstefna, Arctic Algea, verður haldin í Reykjavík 4. og 5. sep...

Kettir mega ekki vera á flækingi
Fréttir 28. ágúst 2024

Kettir mega ekki vera á flækingi

Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur samþykkt nýjar reglur um kattahald í þéttbýl...

Lokahnykkurinn á ljósleiðaravæðingu
Fréttir 28. ágúst 2024

Lokahnykkurinn á ljósleiðaravæðingu

Stjórnvöld hafa tilkynnt áform um að ljúka ljósleiðaravæðingu landsins fyrir árs...

Aukin bandvídd á Vestfjörðum
Fréttir 27. ágúst 2024

Aukin bandvídd á Vestfjörðum

Nýr bylgjulengdarbúnaður á stofnneti Mílu á Vestfjörðum styður nú við aukna band...