Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Ísland hefur haft undanþágu frá því að innleiða þann hluta löggjafar Evrópusambandsins um heilbrigði dýra sem snýr að búfjárrækt.
Ísland hefur haft undanþágu frá því að innleiða þann hluta löggjafar Evrópusambandsins um heilbrigði dýra sem snýr að búfjárrækt.
Mynd / smh
Fréttir 29. ágúst 2024

Heildarstefna í dýraheilbrigðismálum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sigurborg Daðadóttir, fráfarandi yfirdýralæknir, hefur tekið við starfi í matvælaráðuneytinu þar sem hún mun leiða vinnu við mótun heildarstefnu í dýraheilbrigðismálum.

Vinnan mun felast í endurskoðun á löggjöf um heilbrigði dýra, sem eru í raun þrenn lög; dýrasjúkdómalögin, lög um innflutning dýra og lög um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr sem eru orðin um 30 ára.

Sigurborg segir að Ísland hafi innleitt ný dýravelferðarlög fyrir um tíu árum en nú sé komin röðin að dýraheilbrigði, uppfæra þurfi alla löggjöf sem fjallar um heilbrigði dýra og að taka ætti mið af löggjöf Evrópusambandsins við þá endurskoðun, sem gengur undir heitinu „Animal Health Law“. „Það er regnhlífarlöggjöf með mörgum afleiddum gerðum út frá henni. Ísland hefur innleitt löggjöfina en hún gildir eingöngu um lagareldisdýr, enda var okkur það skylt, en ekki fyrir landeldisdýr eða búfé þar sem við höfum undanþágu.

Við þurfum því að aðlaga okkur að nútímanum með þessari heildarendurskoðun sem fram undan er, þekking á sjúkdómum hefur stóraukist og miklar tækniframfarir hafa átt sér stað sem eru afgerandi þættir í þessum málaflokki. Við endurskoðun laganna er mikilvægt að taka mið af ESB-löggjöf vegna þess að öll viðskipti með dýr og dýraafurðir á milli landa grundvallast af gagnkvæmu trausti á stjórnskipulagi og samræmdri löggjöf,“ segir Sigurborg.

– Sjá nánar á bls. 14. í nýjasta tölublaði Bændablaðsins sem kom út í dag

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss
Fréttir 28. nóvember 2024

Svissnesk ferðaþjónusta við Hengifoss

Svissneska parið Isabelle og Steff Felix komu í Fljótsdalinn snemma árs 2022 og ...

Svipuð mjólkurframleiðsla
Fréttir 28. nóvember 2024

Svipuð mjólkurframleiðsla

Á fyrstu tíu mánuðum ársins hefur verið framleitt 85,6 prósent af heildargreiðsl...

Snyrtilegasta býlið í Borgarbyggð
Fréttir 28. nóvember 2024

Snyrtilegasta býlið í Borgarbyggð

Bændurnir á Sámsstöðum í Hvítár síðu í Borgarbyggð fengu nýlega umhverfisviðurke...

Fuglaflensa í borginni
Fréttir 28. nóvember 2024

Fuglaflensa í borginni

Máfur sem fannst í byrjun nóvember við Reykjavíkurtjörn greindist með skæða fugl...

Mun minni uppskera en á síðasta ári
Fréttir 27. nóvember 2024

Mun minni uppskera en á síðasta ári

Samkvæmt skráningum garðyrkjubænda á uppskeru beint af akri varð mikill samdrátt...

Meiri ásetningur og sala líflamba ástæða samdráttar
Fréttir 27. nóvember 2024

Meiri ásetningur og sala líflamba ástæða samdráttar

„Ekki þarf að koma á óvart að lömbum sem koma til slátrunar hafi fækkað þetta mi...

Tveir nýir feldhrútar á sæðingastöð
Fréttir 27. nóvember 2024

Tveir nýir feldhrútar á sæðingastöð

Eins og nýlega hefur verið greint frá hér í blaðinu er feldfjárrækt nú komin inn...

Rjúpan stygg í snjóleysi
Fréttir 26. nóvember 2024

Rjúpan stygg í snjóleysi

Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís, segir rjúpnaveiðina fara vel af stað. Fugl...