Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Ísland hefur haft undanþágu frá því að innleiða þann hluta löggjafar Evrópusambandsins um heilbrigði dýra sem snýr að búfjárrækt.
Ísland hefur haft undanþágu frá því að innleiða þann hluta löggjafar Evrópusambandsins um heilbrigði dýra sem snýr að búfjárrækt.
Mynd / smh
Fréttir 29. ágúst 2024

Heildarstefna í dýraheilbrigðismálum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Sigurborg Daðadóttir, fráfarandi yfirdýralæknir, hefur tekið við starfi í matvælaráðuneytinu þar sem hún mun leiða vinnu við mótun heildarstefnu í dýraheilbrigðismálum.

Vinnan mun felast í endurskoðun á löggjöf um heilbrigði dýra, sem eru í raun þrenn lög; dýrasjúkdómalögin, lög um innflutning dýra og lög um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr sem eru orðin um 30 ára.

Sigurborg segir að Ísland hafi innleitt ný dýravelferðarlög fyrir um tíu árum en nú sé komin röðin að dýraheilbrigði, uppfæra þurfi alla löggjöf sem fjallar um heilbrigði dýra og að taka ætti mið af löggjöf Evrópusambandsins við þá endurskoðun, sem gengur undir heitinu „Animal Health Law“. „Það er regnhlífarlöggjöf með mörgum afleiddum gerðum út frá henni. Ísland hefur innleitt löggjöfina en hún gildir eingöngu um lagareldisdýr, enda var okkur það skylt, en ekki fyrir landeldisdýr eða búfé þar sem við höfum undanþágu.

Við þurfum því að aðlaga okkur að nútímanum með þessari heildarendurskoðun sem fram undan er, þekking á sjúkdómum hefur stóraukist og miklar tækniframfarir hafa átt sér stað sem eru afgerandi þættir í þessum málaflokki. Við endurskoðun laganna er mikilvægt að taka mið af ESB-löggjöf vegna þess að öll viðskipti með dýr og dýraafurðir á milli landa grundvallast af gagnkvæmu trausti á stjórnskipulagi og samræmdri löggjöf,“ segir Sigurborg.

– Sjá nánar á bls. 14. í nýjasta tölublaði Bændablaðsins sem kom út í dag

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...