Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Heimafóður styrkir söfn
Mynd / Jóhannes Torfason
Fréttir 31. mars 2017

Heimafóður styrkir söfn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Félagið Heimafóður ehf. hefur afhent Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi og Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði styrki sem ætlaðir eru til viðhalds og endurbóta á húsakosti safnanna. 
 
Styrktarupphæðin til hvors safns um sig nemur 740 þúsund krónum. Afhending styrkjanna fór fram í Sjávarborg á Hvammstanga að viðstöddum stjórnarmönnum Heimafóðurs, forráðamönnum safnanna og fleiri gestum.
 
Sagt er frá þessu á vef Heimilis­iðnaðarsafnsins. Þar kemur fram að starfsemi Heimafóðurs ehf. hófst í byrjun níunda áratugarins og fólst einkum í því að halda utan um vélasamstæðu sem malaði og kögglaði þurrt hey hjá bændum í Húnavatnssýslum. Þannig gat heimaaflað fóður fullnægt meiru af fóðurþörf búfjárins. Eftir að rúllutæknin kom til skjalanna var sjálfhætt með slíka framleiðslu. Fyrr á þessu ári kom stjórn félagsins saman og þótti fara vel á því að skipta fjármunum þess milli þessara safna. Allir stjórnarmenn félagsins ásamt forráðamönnum safnanna og fleiri gestum komu saman í Sjávarborg á Hvammstanga þar sem afhending styrkjanna fór fram. 
 
Eftir afhendinguna þáðu viðstaddir kaffiveitingar og áttu saman notalega stund þar sem rifjað var upp sitthvað úr búskaparsögu héraðsins sem og um starfsemi Heimafóðurs. 
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...