Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Heimafóður styrkir söfn
Mynd / Jóhannes Torfason
Fréttir 31. mars 2017

Heimafóður styrkir söfn

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Félagið Heimafóður ehf. hefur afhent Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi og Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði styrki sem ætlaðir eru til viðhalds og endurbóta á húsakosti safnanna. 
 
Styrktarupphæðin til hvors safns um sig nemur 740 þúsund krónum. Afhending styrkjanna fór fram í Sjávarborg á Hvammstanga að viðstöddum stjórnarmönnum Heimafóðurs, forráðamönnum safnanna og fleiri gestum.
 
Sagt er frá þessu á vef Heimilis­iðnaðarsafnsins. Þar kemur fram að starfsemi Heimafóðurs ehf. hófst í byrjun níunda áratugarins og fólst einkum í því að halda utan um vélasamstæðu sem malaði og kögglaði þurrt hey hjá bændum í Húnavatnssýslum. Þannig gat heimaaflað fóður fullnægt meiru af fóðurþörf búfjárins. Eftir að rúllutæknin kom til skjalanna var sjálfhætt með slíka framleiðslu. Fyrr á þessu ári kom stjórn félagsins saman og þótti fara vel á því að skipta fjármunum þess milli þessara safna. Allir stjórnarmenn félagsins ásamt forráðamönnum safnanna og fleiri gestum komu saman í Sjávarborg á Hvammstanga þar sem afhending styrkjanna fór fram. 
 
Eftir afhendinguna þáðu viðstaddir kaffiveitingar og áttu saman notalega stund þar sem rifjað var upp sitthvað úr búskaparsögu héraðsins sem og um starfsemi Heimafóðurs. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...