Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Heimilt að leigja í 90 daga án rekstrarleyfis
Fréttir 15. júní 2016

Heimilt að leigja í 90 daga án rekstrarleyfis

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samkvæmt nýrri löggjöf um heimagistingu verður einstaklingum heimilt að leigja út heimili sitt og aðra fasteign sem hann/hún hefur til persónulegra nota í allt að 90 daga á ári án þess að þurfa að sækja um rekstrarleyfi. Lögin munu taka gildi 1. janúar 2017.

Helstu markmiðin með nýrri löggjöf eru að bregðast við þróun í gistiframboði hér á landi og jafnframt að bregðast við miklum fjölda leyfislausrar gistingar. Þá eru í lögunum skýrð betur mörkin milli gististarfsemi í atvinnuskyni og tímabundinnar leigu af hálfu einstaklinga gegnum deilihagkerfið.
Áhrif breytinganna munu sjást í betri yfirsýn um gistiframboð, bættri skráningu og skilum skatttekna af gististarfsemi og einfaldara regluverki fyrir rekstrarleyfi.

Nánar um nýju löggjöfina

Í nýju löggjöfinni eru flokkar gististaða og mörk þeirra á milli skýrð nánar.

Í fyrsta lagi eru gististaðir skilgreindir sem staðir þar sem boðin er gisting til að hámarki 30 daga samfleytt í senn til sama aðila. Gisting til lengri tíma en 30 daga fellur þá undir húsaleigulög, nr. 36/1994.

Þá er gistiflokki heimagistingar breytt þannig að hann nái til einstaklinga sem hyggjast leigja út lögheimili sitt og/eða eina aðra fasteign í sinni eigu sem viðkomandi nýtir persónulega. Heimilt verður að leigja út viðkomandi eignir samanlagt í allt að 90 daga á ári hverju eða þar til viðkomandi nær leigutekjum sem nema brúttó tveimur milljónum króna.

Rétt er að taka fram að samhliða hefur verið samþykkt breyting á lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt. Þar er veltumörkum skattskyldu og fjárhæðarmörkum uppgjörstímabila breytt á þann hátt að skylda til að innheimta virðisaukaskatt hefjist þegar tekjur ná 2.000.000 kr. í stað 1.000.000 kr. í dag.

Skrá þarf eignir hjá Sýslumanni

Að auki felst í frumvarpinu að einstaklingar sem ætla að bjóða upp á heimagistingu samkvæmt nýrri skilgreiningu þurfi að skrá sig á vef sýslumanna og staðfesta að þeir uppfylli ákveðnar kröfur um brunavarnir, ástand og samþykkt eignar sem íbúðarhúsnæðis. Fyrir skráningu verður greitt árgjald, 8000 kr. Þetta er ætlað til að einfalda og bæta eftirlit með leyfislausri starfsemi.

Einstaklingar sem skrá sig þurfa enn fremur að skila sýslumanni árlega nýtingaryfirliti og/eða tekjuyfirliti ásamt því að fá úthlutað skráningarnúmeri sem ber að birta og nota í allri markaðssetningu og eins ber að merkja viðkomandi húsnæði með númerinu.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...