Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Heitið Monsanto lagt niður og Bayer kemur í staðinn
Fréttir 26. júní 2018

Heitið Monsanto lagt niður og Bayer kemur í staðinn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrir um það bil ári keypti þýska lyfjafyrirtækið Bayer bandaríska fræ- og efnaframleiðslu og erfðatæknifyrirtækið Monsanto. Verðið sem Bayer greiddi fyrir Monsanto var 64 milljarðar bandaríkjadala og var upphæðin greidd í reiðufé.

Monsanto er þekktast fyrir framleiðslu sína á plöntueitrinu glyphosate sem er virka efnið Roundup og fyrir framleiðslu og sölu á erfðabreyttum fræjum.

Fyrirtækið hefur lengi haft á sér slæmt orð fyrir hörku í viðskiptum við bændur þegar kemur að einkarétti á notkun á erfðabreyttu fræ. Auk þess sem sagt er að Monsanto hafi haldið leyndum upplýsingum um þann heilsuskaða sem notkun á glyphosate veldur.

Eftir kaup Bayer á Monsanto hefur verið ákveðið að hætta notkun á nafninu Monsanto og fella það burt af öllum framleiðsluvörum þess. Nafnabreytingin er liður í því að losa Bayer við það slæma orðspor sem fer af Monsanto.

Reyndar kemur nafnabreytingin ekki á óvart því að í könnun sem gerð var í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum var Monsanto á lista yfir tíu mest hötuðu fyrirtæki þar vestra.

Hugmyndin að nafnabreytingunni er ekki ný á nálinni því að stjórn Monsanto mun hafa íhugað að breyta nafni fyrirtækisins áður en Bayer kom til sögunnar sem kaupandi.

Framleiðsluvörur Bayer verða áfram þær sömu og Monsanto bara undir öðrum vöruheitum. 

Skylt efni: Monsanto | Bayer

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...