Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Heitið Monsanto lagt niður og Bayer kemur í staðinn
Fréttir 26. júní 2018

Heitið Monsanto lagt niður og Bayer kemur í staðinn

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrir um það bil ári keypti þýska lyfjafyrirtækið Bayer bandaríska fræ- og efnaframleiðslu og erfðatæknifyrirtækið Monsanto. Verðið sem Bayer greiddi fyrir Monsanto var 64 milljarðar bandaríkjadala og var upphæðin greidd í reiðufé.

Monsanto er þekktast fyrir framleiðslu sína á plöntueitrinu glyphosate sem er virka efnið Roundup og fyrir framleiðslu og sölu á erfðabreyttum fræjum.

Fyrirtækið hefur lengi haft á sér slæmt orð fyrir hörku í viðskiptum við bændur þegar kemur að einkarétti á notkun á erfðabreyttu fræ. Auk þess sem sagt er að Monsanto hafi haldið leyndum upplýsingum um þann heilsuskaða sem notkun á glyphosate veldur.

Eftir kaup Bayer á Monsanto hefur verið ákveðið að hætta notkun á nafninu Monsanto og fella það burt af öllum framleiðsluvörum þess. Nafnabreytingin er liður í því að losa Bayer við það slæma orðspor sem fer af Monsanto.

Reyndar kemur nafnabreytingin ekki á óvart því að í könnun sem gerð var í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum var Monsanto á lista yfir tíu mest hötuðu fyrirtæki þar vestra.

Hugmyndin að nafnabreytingunni er ekki ný á nálinni því að stjórn Monsanto mun hafa íhugað að breyta nafni fyrirtækisins áður en Bayer kom til sögunnar sem kaupandi.

Framleiðsluvörur Bayer verða áfram þær sömu og Monsanto bara undir öðrum vöruheitum. 

Skylt efni: Monsanto | Bayer

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...