Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hestanafnavísur á hársnyrtistofu á Selfossi
Fréttir 24. febrúar 2016

Hestanafnavísur á hársnyrtistofu á Selfossi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Á hársnyrtistofunni Österby við Austurveginn á Selfossi er stórt spjald á stofunni með vísum sem samsettar eru af hestanöfnum. 
 
„Nöfnin vekja alltaf mikla athygli á meðan viðskiptavinir sitja í stólnum og spinnast oft skemmtilegar umræður um nöfnin á hestunum, þetta gefur lífinu lit og er skemmtilegt á stofunni,“ segir eigandi stofunnar, Björgvin Ragnar Emilsson.
 
Guðni B. Guðnason, fyrrverandi starfsmaður Kaupfélags Árnesinga, tók nöfnin saman og setti þau upp á þennan skemmtilega hátt. 
 
Hestar
 
Glaumur, Ímir Gyllir, Hlýr
Gellir, Þrymur, Ljómi,
Hjörvi, Kjarri, Hrímnir, Ýr,
Hvati, Þjasi, Sómi.
 
Gauti Hringur, Glymur, Blær,
Gneisti, Dofri, Rökkvi,
Loki, Váli, Lotti, Snær,
Lokkur, Roði, Nökkvi.
 
Álmur, Mispill, Ölur, Reyr,
Elri, Burkni, Hlynur,
Heggur, Sópur, Hjálmur, Eir
Hnoðri, Drapi, Þinur.
Víðir, Smári, Vönndur, Gnýr,
Vingull, Toppur, Kvistur,
Askur, Laukur, Einir, Týr,
Yllir, Spori, Þristur.
 
Kain, Hebron, Kóri, Skjór,
Kenan, Jari, Sídon,
Enos, Leví, Abel, Þór,
Aron, Jafet, Gídon.
 
Nói, Babel, Falur, Frár,
Faró, Þytur, Starri,
Garpur, Máni, Grani, Skjár,
Gammur, Munninn, Harri.

Merar

Auðna, Telma, Íma, Gná,
Árna, Gnepja, Hála,
Hæra, Ólga, Bryðja, Brá,
Bára, Drífa, Fála.
 
Gnissa, Herkja, Gríma, Sjöfn,
Geitla, Ysja, Ekla,
Snotra, Ketla, Snekkja, Dröfn,
Sóta, Þrúður, Hekla.
 
Flétta, Selja, Fífa, Lind,
Fjóla, Glitbrá, Smæra,
Gljárós, Selja, Gullbrá, Rind,
Gullrós, Bjalla, Hæra.
Vordís, Sóley, Vínrós, Þöll,
Viðja, Bergnál, Mura,
Blæösp, Tinna, Bjalla, Mjöll,
Brana, Lilja, Fura.
 
Lena, Fluga, Lotta, Blíð,
Ljóska, Þruma, Gola,
Bela, Hugljúf, Þerna, Þýð,
Þota, Gjóska, Kola.
 
Lóa, Vepja, Rjúpa, Rönd,
Rita, Assa, Kría, 
Álka, Teista, Ugla, Önd,
Erla, Svala, Bría.
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...