Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands með fálkaorðuna góðu. Mynd / HKr.
Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands með fálkaorðuna góðu. Mynd / HKr.
Fréttir 13. janúar 2020

Hissa, glöð og þakklát

Höfundur: Vilmundur Hansen

Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar Land­búnaðar­háskóla Íslands, hlaut 1. janúar síðastliðinn riddarakross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf á vettvangi íslenskrar garðyrkju og miðlun þekkingar.

„Fyrst þegar ég heyrði að orðuveitingunni varð ég orðlaus og hissa. Því næst varð ég glöð og hreykin yfir því að einhverjir telji að starf mitt í þágu garðyrkju sé þess virði að mér hlotnist þessi heiður. Seinna hugsaði ég að kannski er maður ekki besti dómarinn á eigið starf og að líklega telja aðrir að ég sé að gera eitthvert gagn. Satt best að segja kom orðuveitingin gersamlega flatt upp á mig og mér hafði aldrei dottið þetta í hug sjálf og ég er mjög þakklát þeim sem stóðu fyrir þessu,“ segir Guðríður.

Að sögn Guðríðar hefur hún fengið ótrúlega jákvætt viðmót frá ólíklegasta fólki eftir veitinguna og að ókunnugt fólk hafi jafnvel óskað henni til hamingju á förnum vegi og ekki laust við að hún sé montin að hafa fengið orðuna.

„Ég lít ekki síður á orðuveitinguna sem viðurkenningu fyrir íslenska garðyrkju og garðyrkju sem fagi. Garðyrkja á Íslandi er fremur ungt fag og hefur stundum átt á brattann að sækja. Áhugi á garðyrkju er samt alltaf að aukast og mikið af ungu fólki sem hefur áhuga á ræktun og vill starfa innan greinarinnar. Persónulega held ég að Íslendingar séu sífellt meira að opna augun fyrir gildi ræktunar og hvað möguleikarnir eru miklir. Bæði á sviði matvælaframleiðslu og hversu mikið ræktun getur breytt umhverfinu til góða.

Uppfært 15. janúar

Rætt var við Guðríði í þættinum Skeggrætt með Áskeli Þórissyni, sem er hýstur undir merkjum Hlöðunnar, hlaðvarps Bændablaðsins, á öllum helstu streymisveitum. Hægt er að hlusta á þáttinn hér undir.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...