Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hjólin snúast hratt
Mynd / Aðsend
Fréttir 6. ágúst 2021

Hjólin snúast hratt

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Það má alveg segja að við sem störfum innan ferðaþjónustunnar erum aðeins farin að brosa aftur. Það fór allt vel í gang um leið og hömlum var aflétt af landamærunum og straumur ferðafólks farið vaxandi síðan þá,“ segir Sölvi Arnarson, formaður Félags ferðaþjónustubænda. „Hjólin fóru strax að snúast hratt.“

Hann segir að staðan nú sé víðast hvar með ágætum, margt fólk á ferli og nýting alls staðar góð. Bandaríkjamenn séu þeir útlendingar sem eru áberandi flestir um þessar mundir en aðrar þjóðir vissulega líka á ferðinni. „Það er gaman að sjá að bílaleigubílarnir eru aftur komnir á þjóðvegina, þetta er að verða líflegt og skemmtilegt,“ segir Sölvi.

Töluvert átak að opna aftur

Hann segir að margir hafi átt í erfiðleikum með að opna sína starfsemi á ný eftir langa lokun, frá 14 og upp í 18 mánuði þar sem mest var. „Það er ekki svo erfitt að skella í lás, en það er töluvert átak að opna aftur. Það er að mörgu að huga og margt sem þarf að gera. Eitt af því sem reyndist mörgum ferðaþjónustubændum erfitt núna var að fá nægan mannskap í vinnu. Það var alls ekki auðvelt alls staðar, einhverjir gripu til þess ráðs að hafa skemmri afgreiðslutíma til að mæta því,“ segir hann.

Annað sem við ferðaþjónustubændum blasti þegar landamærin voru opnuð var óvissan um á hverju menn gætu átt von. „Það vissi auðvitað enginn hver fjöldinn yrði, það voru ákveðnar væntingar í gangi en enginn vissi nákvæmlega hvernig þetta yrði. Staðreyndin er að hraðinn varð meiri en menn áttu von á fyrst,“ segir Sölvi.

Innviðir til staðar

Nú í júlí eru margir Íslendingar á ferðinni og veðurblíða á austanverðu landinu hefur dregið marga þangað. Tjaldvæði eru víða svo gott sem yfirfull og gistimöguleikar aðrir eru vel nýttir. Sölvi segir að innviðir séu í lagi og oft áður hafi verið fleira fólk á ferðinni en nú.

„Þannig að þetta mun allt bjargast, það voru allir tilbúnir að taka á móti ferðafólki og ég finn að það er allt að smella og gengur vel smurt,“ segir hann.

Ekkert villtavestursástand

Sölvi segir að fólk innan ferðaþjónustunnar fái auka hjartaslag þegar Þórólfur boði blaðamannafund og svo hafi verið á dögunum. „Þetta er samt ósköp einfalt, þetta er ekki búið og við verðum að teysta því fólki sem er í forystunni og það hefur sýnt að það veit hvað það er að gera. Það hefur gengið betur hjá okkur en flestum Evrópuríkjum,“ segir hann og bætir við að menn hafi skilning á því að grípa þurfi til ráðstafana nú.

„Ég tek eftir því að menn eru að virða sóttvarnir, það er alls staðar spritt í boði og það er til að ferðahópar óski eftir að þjónustufólk beri grímur þegar það er að störfum. Það er ekki eins og þetta sé eitthvað villtavestursástand, menn eru að vanda sig,“ segir Sölvi.

Skylt efni: ferðaþjónusta

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...