Hjólreiða- og göngustígur milli Hellu og Hvolsvallar?
Nú eru uppi hugmyndir um að leggja hjólreiða- og göngustíg á milli Hellu og Hvolsvallar samhliða lagningu jarðstrengs Landsnets milli Hellu og Rimakots við Hvolsvöll við þjóðveg eitt.
Um 10–12 kílómetra malbikaða leið væri að ræða. Samkvæmt
kostnaðaráætlun kostar verkið um 171 milljón króna en 50% styrkur fæst á móti frá Vegagerðinni. Unnið verður áfram í málinu og vonast til þess að ákvörðun í því liggi fljótlega fyrir frá sveitarstjórnum Rangárþings eystra og Rangárþings ytra.