Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Teikning af fyrirhugaðri mathöll á Hlemmi.
Teikning af fyrirhugaðri mathöll á Hlemmi.
Mynd / Hlemmur Mathöll
Fréttir 12. janúar 2017

Hlemmur Mathöll frestast til vors

Höfundur: smh
Verkefnið Hlemmur Mathöll, sem gengur út á að opnað verði markaðstorg með matvöru á Hlemmi, hefur nú dregist fram yfir áramót, en áætlað hafði verið að opna það í haust. Bjarki Vigfússon, annar af framkvæmdastjórum verkefnisins, telur nú að opnað verði með vorinu.
 
Bjarki segir að verkið hafi tafist vegna ýmissa mála hjá Reykjavíkurborg og enn ekki komin dagsetning á opnun, líklega einhvern tíma í vor. „Vegna þessa – og þar sem ekki hefur verið gengið frá samningum við alla leigutaka – höfum við ekki farið á fullt í að kynna hverjir verða með rekstur þarna.
 
Til að breyta Hlemmi í mathöll þarf að fá byggingaleyfi. Reykjavíkurborg er framkvæmdaaðilinn og sækir um leyfið til byggingafulltrúans í Reykjavík. Tafir urðu á að fá leyfið frá því sem stefnt var að, meðal annars vegna þess að Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur og síðar skipulagsfulltrúi töldu teikningar ekki mæta kröfum sínum. Afgreiðslu málsins var því frestað á meðan unnið var að breytingum á teikningum. Lausn er fundin á málinu og leyfið verður væntanlega gefið út fljótlega,“ segir Bjarki. 
 
Fjölbreytt blanda veitingastaða og sælkeraverslana
 
Í mathöllinni á Hlemmi verður blandað saman litlum veitingastöðum og sælkeraverslunum úr ýmsum áttum – eins og margir þekkja til að mynda frá Torvehallerne í Kaupmannahöfn. 
 
Nú þegar hefur verið greint frá því að ísbúðin Ísleifur heppni verði með bás á Hlemmi, en þar er leitast við að kaupa mjólkina í ísinn beint frá býli. 
 
Matreiðslumeistarinn Gísli Matthías Auðunsson, sem á og rekur Slippinn í Vestmannaeyjum, ætlar að reka smárétta-, kokteila- og bjórbarinn Skál! ásamt Birni Steinari Jónssyni, eiganda saltvinnslunnar Saltverks. 
 
Taco Santo býður upp á ósvikinn mexíkóskan „götumat“. Taco Santo er rekið af Juan Carlos Peregrina Guarneros og fjölskyldu hans, en hann kemur frá Mexíkóborg og gerir taco eins og mamma hans og amma kenndu honum. 
 
Þá verður Micro Roast Te & kaffi með kaffibás með áherslu á nýristað og árstíðabundið kaffi, tilraunastarfsemi, fræðslu og vandað handbragð.
 
Rekið af Íslenska sjávarklasanum
 
Það er Íslenski sjávarklasinn sem mun reka Hlemm Mathöll en gert er ráð fyrir að um tíu veitingaaðilar muni skipta með sér svæðinu, sem stendur til boða undir þaki hallarinnar, en umsóknir voru um 100 talsins. Stefnt er að því að hafa mathöllina opna alla daga vikunnar og er gert ráð fyrir sætisplássi fyrir um 100 gesti. 

Skylt efni: Hlemmur Mathöll

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...