Horfa til trjátrefja í stað plasts
Í byrjun desember var haldin áhugaverð ráðstefna í Noregi um notkun á trjátrefjum í stað plasts við framleiðslu á ýmsum vörum svo sem umbúðum fyrir matvælaiðnað. Norska rannsóknarstofnunin RISE PFI, sem er viðurkennd fyrir ferla og vörur sem byggja á sellulósatrefjum áttu fulltrúa á ráðstefnunni.
Þetta fjallar um trefjar frá trjám, það sem við búum til pappír og umbúðir af í dag. Ekki er hægt að skipta út öllu plasti með trefjum unnum úr timbri í dag en nú er þróunarvinna í gangi með nýjar vörur sem byggja á þessari tegund af trefjum sem er hundrað prósent niðurbrjótanlegt í náttúrunni,“ segir Kristin Syverud, rannsóknarstjóri hjá RISE PFI, og bætir við:
„Í Noregi eru framleiddar trefjar úr trjám en það eru mismunandi ferlar sem gefa okkur trefjar með mismunandi eiginleikum. Þetta eru efna- og eða vélrænir ferlar eða blanda af hvoru tveggja. Við framleiðsluna eru bæði notuð barr- og lauftré en í Noregi er mest af því fyrrnefnda. Enn sem komið er verður ekki auðvelt að fara úr plasti yfir í vörur sem framleiddar eru úr trjátrefjum. Það er mikill áhugi á því að finna eitthvað sem hægt er að nota í stað plasts og til að mynda mörg fyrirtæki sem í dag nota plastumbúðir sem horfa í möguleikana á því að skipta þeim út fyrir umhverfisvænni lausnum.“