Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Horfa til trjátrefja í stað plasts
Fréttir 2. janúar 2020

Horfa til trjátrefja í stað plasts

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Í byrjun desember var haldin áhugaverð ráðstefna í Noregi um notkun á trjátrefjum í stað plasts við framleiðslu á ýmsum vörum svo sem umbúðum fyrir matvælaiðnað. Norska rannsóknarstofnunin RISE PFI, sem er viðurkennd fyrir ferla og vörur sem byggja á sellulósatrefjum áttu fulltrúa á ráðstefnunni.

Þetta fjallar um trefjar frá trjám, það sem við búum til pappír og umbúðir af í dag. Ekki er hægt að skipta út öllu plasti með trefjum unnum úr timbri í dag en nú er þróunarvinna í gangi með nýjar vörur sem byggja á þessari tegund af trefjum sem er hundrað prósent niðurbrjótanlegt í náttúrunni,“ segir Kristin Syverud, rannsóknarstjóri hjá RISE PFI, og bætir við:

„Í Noregi eru framleiddar trefjar úr trjám en það eru mismunandi ferlar sem gefa okkur trefjar með mismunandi eiginleikum. Þetta eru efna- og eða vélrænir ferlar eða blanda af hvoru tveggja. Við framleiðsluna eru bæði notuð barr- og lauftré en í Noregi er mest af því fyrrnefnda. Enn sem komið er verður ekki auðvelt að fara úr plasti yfir í vörur sem framleiddar eru úr trjátrefjum. Það er mikill áhugi á því að finna eitthvað sem hægt er að nota í stað plasts og til að mynda mörg fyrirtæki sem í dag nota plastumbúðir sem horfa í möguleikana á því að skipta þeim út fyrir umhverfisvænni lausnum.“   

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...