Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fjórða hæðin var byggð ofan á Hótel Selfoss í vetur en JÁVERK á Selfossi sá um verkið sem tók ekki nema sex mánuði.
Fjórða hæðin var byggð ofan á Hótel Selfoss í vetur en JÁVERK á Selfossi sá um verkið sem tók ekki nema sex mánuði.
Mynd / MHH
Fréttir 28. júlí 2016

Hótel Selfoss er stærsta hótel landsbyggðarinnar með 139 herbergi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Í janúar 2016 var hafist handa við að byggja eina hæð ofan á Hótel Selfoss og innrétta 12 herbergi í tveimur efstu hæðunum yfir menningarsalnum. Því verki er nú lokið og er hótelið þar með stærsta hótelið á landsbyggðinni með 139 herbergi, þar af eru 40 ný herbergi. Öll nýju herbergin eru vel útbúin og fallega innréttuð svo að gestum líði sem best. Á hótelinu eru 10 herbergi hönnuð sérstaklega fyrir fólk í hjólastól. Þá er mikið lagt upp úr umhverfissjónarmiðum á hótelinu þar sem allt sem fellur til er flokkað og vörur eru fluttar stuttar vegalengdir. 
 
Upplifun númer 1, 2 og 3
 
„Okkar aðaláhersla er að uppfylla þarfir gesta okkar með huggulegum aðbúnaði í einstakri náttúru. Upplifunin er það sem gestir okkar eru að leitast eftir og leggjum við okkur fram við að uppfylla þær óskir. Með nýju herbergjunum var allt lagt upp úr þægindum og passað að þau væru sem huggulegust innréttuð. Á veggjunum eru myndir teknar af Ragnari Axelssyni, Rax, þar sem hin stórbrotna náttúra Suðurlands nýtur sín,“ segir Nína M. Pálmadóttir markaðsstjóri. Alls 110 starfsmenn vinna á hótelinu sem er fullbókað meira og minna í allt sumar og langt fram á haustið.
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...