Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fjórða hæðin var byggð ofan á Hótel Selfoss í vetur en JÁVERK á Selfossi sá um verkið sem tók ekki nema sex mánuði.
Fjórða hæðin var byggð ofan á Hótel Selfoss í vetur en JÁVERK á Selfossi sá um verkið sem tók ekki nema sex mánuði.
Mynd / MHH
Fréttir 28. júlí 2016

Hótel Selfoss er stærsta hótel landsbyggðarinnar með 139 herbergi

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Í janúar 2016 var hafist handa við að byggja eina hæð ofan á Hótel Selfoss og innrétta 12 herbergi í tveimur efstu hæðunum yfir menningarsalnum. Því verki er nú lokið og er hótelið þar með stærsta hótelið á landsbyggðinni með 139 herbergi, þar af eru 40 ný herbergi. Öll nýju herbergin eru vel útbúin og fallega innréttuð svo að gestum líði sem best. Á hótelinu eru 10 herbergi hönnuð sérstaklega fyrir fólk í hjólastól. Þá er mikið lagt upp úr umhverfissjónarmiðum á hótelinu þar sem allt sem fellur til er flokkað og vörur eru fluttar stuttar vegalengdir. 
 
Upplifun númer 1, 2 og 3
 
„Okkar aðaláhersla er að uppfylla þarfir gesta okkar með huggulegum aðbúnaði í einstakri náttúru. Upplifunin er það sem gestir okkar eru að leitast eftir og leggjum við okkur fram við að uppfylla þær óskir. Með nýju herbergjunum var allt lagt upp úr þægindum og passað að þau væru sem huggulegust innréttuð. Á veggjunum eru myndir teknar af Ragnari Axelssyni, Rax, þar sem hin stórbrotna náttúra Suðurlands nýtur sín,“ segir Nína M. Pálmadóttir markaðsstjóri. Alls 110 starfsmenn vinna á hótelinu sem er fullbókað meira og minna í allt sumar og langt fram á haustið.
Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi
Fréttir 7. nóvember 2024

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi

Japanskt fyrirtæki hyggst bæta hrísgrjónarækt við jarðarberjaframleiðslu sína á ...

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd
Fréttir 7. nóvember 2024

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd

Drög að nýjum verðlagsgrunni kúabús liggja fyrir, sem er uppfærsla á grunninum f...

Jafnvægisverð lækkar áfram
Fréttir 7. nóvember 2024

Jafnvægisverð lækkar áfram

Á markaði með greiðslumark í mjólk, haldinn 1. nóvember, myndaðist jafnvægisverð...

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi
Fréttir 7. nóvember 2024

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi

Nýtt kjúklingframleiðsluhús er á teikniborðinu á Miðskógi í Dölum, sem verður sö...

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn
Fréttir 7. nóvember 2024

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn

Áfram heldur þeim lömbum að fækka sem koma til slátrunar ár hvert. Í liðinni slá...

Litadýrð í íslensku sauðfé
Fréttir 6. nóvember 2024

Litadýrð í íslensku sauðfé

Litafjölbreytileiki íslenska sauðfjárins er einstakur á heimsvísu. Karólína Elís...

Nýjar vatnsrennibrautir í Þorlákshöfn
Fréttir 6. nóvember 2024

Nýjar vatnsrennibrautir í Þorlákshöfn

Sveitarfélagið Ölfus hefur fjárfest í tveimur nýjum vatnsrennibrautum fyrir Sund...

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni
Fréttir 5. nóvember 2024

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni

Matís tekur þátt í Evrópuverkefni um skráningu örvera í matvælum og framleiðsluu...