Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris er 40,4 milljarðar króna
Fréttir 14. júní 2021

Hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris er 40,4 milljarðar króna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á ársfundi Lífeyrissjóðs bænda fyrir árið 2020, sem var haldinn fyrir skömmu, kom fram að hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris nam 40,4 milljörðum króna í árslok 2020, hækkaði um 3,1 milljarð króna frá fyrra ári eða um 8,4%.

Á ársfundinum var lögð fram ársskýrsla sjóðsins vegna ársins 2020 og kynnt skýrsla stjórnar, ársreikningur sjóðsins, niðurstöður tryggingafræðilegrar athugunar og fjárfestingarstefna sjóðsins.
Hrein nafnávöxtun, ávöxtun þegar rekstrarkostnaður hefur verið dreginn frá hreinum fjárfestingartekjum, var 11,2% sem samsvarar 8,3% raunávöxtun. Sambærilegar tölur fyrra árs voru 12,6% og 9,6%. Meðalraunávöxtun síðustu fimm ára er 4,8% og síðustu 10 ára 5,1%.
Breytingar í stjórn

Á fundinum var kosið um eitt sæti í aðalstjórn og eitt sæti í varastjórn til fjögurra ára. Í aðalstjórn hlaut kosningu Guðbjörg Jónsdóttir og í varastjórn var skipunartími Jóhanns Más Sigurbjörnssonar endurnýjaður. Úr aðalstjórn gekk Vigdís Magnea Sveinbjörnsdóttir, sem hefur verið í stjórn frá 2011 og voru henni færðar þakkir fyrir vel unnin störf.

Fjöldi sjóðfélaga, lífeyrisþega og iðgjöld

Fjöldi virkra sjóðfélaga, það er fjöldi sjóðfélaga sem greiddi iðgjald á árinu 2020, var 2.115, fjöldi þeirra sem eiga réttindi í sjóðnum var 10.945 í lok árs 2020 og fjöldi lífeyrisþega, sem fékk greiddan lífeyri á árinu var 4.005.

Heildariðgjöld voru 837 milljónir króna á móti 760 milljónum króna árið 2019, hækkuðu um 10,0%. Heildarlífeyrisgreiðslur námu 1.804 milljónum króna á árinu 2020, sem er 5,5% hækkun frá fyrra ári. Greiddur lífeyrir vegna áunninna réttinda var 1.797 milljónir króna og jókst um 5,5% milli ára.

Væntanleg þróun og framtíðarhorfur

Áhrif COVID-19 á rekstur, efnahag og sjóðstreymi Lífeyrissjóðs bænda á árinu hafa verið óveruleg. Hugsanleg áhrif á rekstur sjóðsins voru í upphafi faraldurs talin geta verið samdráttur í greiddum iðgjöldum til sjóðsins vegna minnkandi umsvifa launagreiðenda, aukin vanskil þeirra og greiðsluerfiðleikar einstaklinga vegna aukins atvinnuleysis. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að fylgjast vel með þróun innheimtumála vegna iðgjalda og lántökum var boðið greiðsluhlé á lánum sínum til allt að sex mánaða með möguleika á framlengingu að þeim tíma loknum.

Á komandi árum mun sjóðurinn, líkt og síðustu ár, hafa áfram að höfuðmarkmiði að hámarka ávöxtun eigna innan ramma laga og fjárfestingarstefnu sjóðsins í þeim tilgangi að standa undir lífeyrisskuldbindingum svo og að hámarka réttindi sjóðfélaga.

Ársskýrsluna í heild má finna á heimasíðu lífeyrissjóðsins www. lsb.is.

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...