Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Úr Skorradal. Tré í landi Brekkukots.
Úr Skorradal. Tré í landi Brekkukots.
Mynd / HGS
Fréttir 17. apríl 2023

Hreppsnefnd lagði Skógræktina

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði kröfu Skógræktarinnar um að felldar yrðu úr gildi ákvarðanir hreppsnefndar Skorradalshrepps um að hafna umsóknum um framkvæmdarleyfi vegna skógræktar á jörðunum Stóru Drageyri og Bakkakoti.

Skógræktin kærði hreppsnefnd Skorradalshrepps fyrir að hafna framkvæmdarleyfisumsókn þeirra til nýskógræktar. Sveitarstjórn Skorradalshrepps hafnaði umsókninni vegna þess að þær samræmdust ekki aðalskipulagi hreppsins.

Jarðirnar Stóra Drageyri og Bakkakot í Skorradalshreppi eru í eigu ríkissjóðs en Skógræktin fer með umráð og nýtingu þeirra. Sumarið 2022 hóf Skógræktin undirbúningsframkvæmdir á jörðunum fyrir gróðursetningu en þær voru stöðvaðar af lögreglu. Framkvæmdirnar voru leyfisskyldar og ekki hafði verið aflað framkvæmdarleyfis.

Skógræktin sótti þá um framkvæmdarleyfi. Rækta átti fjölnytjaskóg með blönduðum trjátegundum á 188,7 ha lands á jörð Stóru Drageyri. Á Bakkakoti átti að gróðursetja 50.000 birkiplöntur í gróðureyjar á 36 ha svæði.

Samkvæmt aðalskipulagi hreppsins eru þau svæði sem skógræktin átti að fara fram flokkuð til landbúnaðarnota. Sérstakur kafli með reglur um skógrækt innan landbúnaðarsvæða tiltekur að skógrækt umfram 20 ha sé háð framkvæmdaleyfi. Þá segir í útskurðinum að þau svæði sem sótt var um framkvæmdaleyfi fyrir séu utan afmörkunar um fyrirhuguð skógræktarsvæði á landbúnaðarsvæðum samkvæmt aðalskipulagi.

Úrskurðarnefndin taldi því rétt að hreppsnefndin hafnaði umsókn um framkvæmdarleyfi með vísan til þess að fyrirhuguð skógrækt samræmdist ekki aðalskipulagi. Úrskurðurinn var kveðinn upp þann 7. mars sl.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...