Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Úr Skorradal. Tré í landi Brekkukots.
Úr Skorradal. Tré í landi Brekkukots.
Mynd / HGS
Fréttir 17. apríl 2023

Hreppsnefnd lagði Skógræktina

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði kröfu Skógræktarinnar um að felldar yrðu úr gildi ákvarðanir hreppsnefndar Skorradalshrepps um að hafna umsóknum um framkvæmdarleyfi vegna skógræktar á jörðunum Stóru Drageyri og Bakkakoti.

Skógræktin kærði hreppsnefnd Skorradalshrepps fyrir að hafna framkvæmdarleyfisumsókn þeirra til nýskógræktar. Sveitarstjórn Skorradalshrepps hafnaði umsókninni vegna þess að þær samræmdust ekki aðalskipulagi hreppsins.

Jarðirnar Stóra Drageyri og Bakkakot í Skorradalshreppi eru í eigu ríkissjóðs en Skógræktin fer með umráð og nýtingu þeirra. Sumarið 2022 hóf Skógræktin undirbúningsframkvæmdir á jörðunum fyrir gróðursetningu en þær voru stöðvaðar af lögreglu. Framkvæmdirnar voru leyfisskyldar og ekki hafði verið aflað framkvæmdarleyfis.

Skógræktin sótti þá um framkvæmdarleyfi. Rækta átti fjölnytjaskóg með blönduðum trjátegundum á 188,7 ha lands á jörð Stóru Drageyri. Á Bakkakoti átti að gróðursetja 50.000 birkiplöntur í gróðureyjar á 36 ha svæði.

Samkvæmt aðalskipulagi hreppsins eru þau svæði sem skógræktin átti að fara fram flokkuð til landbúnaðarnota. Sérstakur kafli með reglur um skógrækt innan landbúnaðarsvæða tiltekur að skógrækt umfram 20 ha sé háð framkvæmdaleyfi. Þá segir í útskurðinum að þau svæði sem sótt var um framkvæmdaleyfi fyrir séu utan afmörkunar um fyrirhuguð skógræktarsvæði á landbúnaðarsvæðum samkvæmt aðalskipulagi.

Úrskurðarnefndin taldi því rétt að hreppsnefndin hafnaði umsókn um framkvæmdarleyfi með vísan til þess að fyrirhuguð skógrækt samræmdist ekki aðalskipulagi. Úrskurðurinn var kveðinn upp þann 7. mars sl.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...