Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Fengur frá Krossi, en eigandi hans lýsir eftir honum.
Fengur frá Krossi, en eigandi hans lýsir eftir honum.
Fréttir 29. júní 2015

Hrossum haldið frá eigandanum

Höfundur: smh
Fremur óvenjuleg smáauglýsing birtist í síðasta Bændablaði. Þar auglýsir Elín S. Kristinsdóttir eftir sjö  hrossum.
 
Í stuttu máli eru málavextir þeir að eftir sambúðarslit Elínar í lok árs 2009 reis deila um eignarhald á níu hrossum sem hún og fyrrverandi sambýlismaður höfðu keypt og voru í umsjá þeirra á sambúðarárunum. Hrossin voru ýmist í hesthúsum í Kópavogi eða í hagagöngu í Borgarfirði. Fyrrverandi sambýlismaður Elínar taldi sig vera einn eigandi hrossanna við sambúðarslitin  en þau hafði hann skráð á sitt nafn í WorldFeng, sem er skýrsluhaldskerfi hrossaræktenda.  Elín vildi ekki við það una og höfðaði almennt einkamál á hendur fyrrverandi sambýlismanni til viðurkenningar á eignarrétti sínum í níu tilgreindum hrossum. 
 
Eftir glímu fyrir dómstólum í kjölfarið úrskurðaði héraðsdómur að tiltekin níu hross væru sameign Elínar og fyrrverandi sambýlismannsins í jöfnum hlutföllum. Úrskurð héraðsdóms kærði sambýlismaðurinn fyrrverandi til Hæstaréttar og hann staðfesti hann með dómi þann 10. september 2014 (mál nr. 472/2014).
 
Að sögn Elínar var haldinn skiptafundur eftir að niðurstaða  Hæstaréttar lá fyrir en á þeim fundi neitaði fyrrverandi sambýlismaðurinn að una dómi og upplýsa um hvar hrossin væru. Hann hefði sótt hrossin níu, sem deilt hefur verið um, í Borgarfjörðinn og í Biskupstungur árin 2010 og 2011. Tvö hross hefur hún endurheimt nú í ár og auglýsti því eftir sjö.
 
„Félag sem ég er í forsvari fyrir hafði eignast fjárkröfu á hendur manninum vegna ógreidds málskostnaðar. Félagið gerði því fjárnám í eignarhluta hans í hrossunum og krafðist í framhaldinu nauðungarsölu. Í kjölfarið var helmingseignarhlutur í þessum níu hrossum boðinn upp hjá Sýslumanninum í Reykjavík þann 25. nóvember 2014 og var ég þar hæstbjóðandi og fékk útgefið afsal. Í dag er því eignarhlutur minn í hrossunum hundrað prósent. Þar sem hrossin voru ekki á uppboðsstað voru þeir boðnir upp samkvæmt örmerkingu og skráningu í WorldFeng.
 
Þar sem ekkert hefur enn spurst til hrossanna var úr vöndu að ráða og varð úr að senda inn kæru til auðgunarbrotadeildar Lögreglustjórans á höfuð­borgarsvæðinu, þar sem hin kærðu eru fyrrverandi sambýlismaður og samverkafólk hans. Kæran lýtur að því að halda með ólögmætum hætti  hesta sem eru í minni eign og neita að afhenda þá eða upplýsa hvar þeir eru. 
 
Í kærunni kemur fram það mat að kærði hafi með háttsemi sinni brotið gegn ákvæðum almennra hegningarlaga nr. 19/1940, einkum ákvæðum um fjárdrátt. Þá hafi samverkafólk hans gerst brotlegt við ákvæði sömu laga um hlutdeild eða eftir atvikum hylmingu. Þau hafa öll verið yfirheyrð hjá lögreglu og hefur kæran verið send til lögfræðideildar Lögreglustjórans (saksóknara). Nú er stóra spurningin hvort gefin verður út opinber ákæra á hendur þessu fólki,“ segir Elín.
 
Hefur fundið tvo af níu
 
Elín hefur fundið tvo hesta og auglýsti því eftir hinum sjö eins og áður er fram komið, þeim Feng frá Krossi, brúnum vottar fyrir stjörnu, (skráningarnúmer (sn.) IS2000135760), Funa frá Krossi, jörpum, sn. IS2000135761, Freyju frá Krossi, rauðri tvístjörnóttri, sn.  IS2001235760, Fold frá Krossi, jarpri,  sn. IS2003235761, Freistingu frá Krossi,  brúnni, sn. IS2003235762, Fífu frá Krossi, jarpri með stjörnu sn.  IS2003235763 og Svöl frá Skarði 1, móvindóttri, sn. IS2003235761.
 
Að sögn Elínar er lítið vitað um afdrif hrossanna. Hún segist þó hafa vitað til þess að hluti hrossanna hafi verið í hesthúsum í Mosfellsbæ á svæði Harðar, í Hlíðarþúfum í Hafnarfirði og á Álftanesi (Breiðabólstað). Tvö hross; jarpi hesturinn og móvindótta hryssan, hafi verið í þjálfun í hesthúsahverfinu á Selfossi líklegast 2013 eða 2014. Einnig er vitað að einhver þeirra hafa verið í hagagöngu við Stokkseyri og Eyrarbakka, við Vífilsstaði í Garðabæ, líklegast 2012, í Gaulverjabæ, í Mýrdal, Biskupstungum, Borgarfirði og hugsanlega Mosfellsdal, Rangárvallasýslu, Grindavík og Skagafirði. 
 
Hún segir að fleiri staðir geti komið til greina. Vitað sé að eitthvað af hrossunum hafi verið notuð í hestaferðir út á land á vegum danskrar konu sem auglýsir hestaferðir á Fésbók. 

3 myndir:

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...