Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Fengur frá Krossi, en eigandi hans lýsir eftir honum.
Fengur frá Krossi, en eigandi hans lýsir eftir honum.
Fréttir 29. júní 2015

Hrossum haldið frá eigandanum

Höfundur: smh
Fremur óvenjuleg smáauglýsing birtist í síðasta Bændablaði. Þar auglýsir Elín S. Kristinsdóttir eftir sjö  hrossum.
 
Í stuttu máli eru málavextir þeir að eftir sambúðarslit Elínar í lok árs 2009 reis deila um eignarhald á níu hrossum sem hún og fyrrverandi sambýlismaður höfðu keypt og voru í umsjá þeirra á sambúðarárunum. Hrossin voru ýmist í hesthúsum í Kópavogi eða í hagagöngu í Borgarfirði. Fyrrverandi sambýlismaður Elínar taldi sig vera einn eigandi hrossanna við sambúðarslitin  en þau hafði hann skráð á sitt nafn í WorldFeng, sem er skýrsluhaldskerfi hrossaræktenda.  Elín vildi ekki við það una og höfðaði almennt einkamál á hendur fyrrverandi sambýlismanni til viðurkenningar á eignarrétti sínum í níu tilgreindum hrossum. 
 
Eftir glímu fyrir dómstólum í kjölfarið úrskurðaði héraðsdómur að tiltekin níu hross væru sameign Elínar og fyrrverandi sambýlismannsins í jöfnum hlutföllum. Úrskurð héraðsdóms kærði sambýlismaðurinn fyrrverandi til Hæstaréttar og hann staðfesti hann með dómi þann 10. september 2014 (mál nr. 472/2014).
 
Að sögn Elínar var haldinn skiptafundur eftir að niðurstaða  Hæstaréttar lá fyrir en á þeim fundi neitaði fyrrverandi sambýlismaðurinn að una dómi og upplýsa um hvar hrossin væru. Hann hefði sótt hrossin níu, sem deilt hefur verið um, í Borgarfjörðinn og í Biskupstungur árin 2010 og 2011. Tvö hross hefur hún endurheimt nú í ár og auglýsti því eftir sjö.
 
„Félag sem ég er í forsvari fyrir hafði eignast fjárkröfu á hendur manninum vegna ógreidds málskostnaðar. Félagið gerði því fjárnám í eignarhluta hans í hrossunum og krafðist í framhaldinu nauðungarsölu. Í kjölfarið var helmingseignarhlutur í þessum níu hrossum boðinn upp hjá Sýslumanninum í Reykjavík þann 25. nóvember 2014 og var ég þar hæstbjóðandi og fékk útgefið afsal. Í dag er því eignarhlutur minn í hrossunum hundrað prósent. Þar sem hrossin voru ekki á uppboðsstað voru þeir boðnir upp samkvæmt örmerkingu og skráningu í WorldFeng.
 
Þar sem ekkert hefur enn spurst til hrossanna var úr vöndu að ráða og varð úr að senda inn kæru til auðgunarbrotadeildar Lögreglustjórans á höfuð­borgarsvæðinu, þar sem hin kærðu eru fyrrverandi sambýlismaður og samverkafólk hans. Kæran lýtur að því að halda með ólögmætum hætti  hesta sem eru í minni eign og neita að afhenda þá eða upplýsa hvar þeir eru. 
 
Í kærunni kemur fram það mat að kærði hafi með háttsemi sinni brotið gegn ákvæðum almennra hegningarlaga nr. 19/1940, einkum ákvæðum um fjárdrátt. Þá hafi samverkafólk hans gerst brotlegt við ákvæði sömu laga um hlutdeild eða eftir atvikum hylmingu. Þau hafa öll verið yfirheyrð hjá lögreglu og hefur kæran verið send til lögfræðideildar Lögreglustjórans (saksóknara). Nú er stóra spurningin hvort gefin verður út opinber ákæra á hendur þessu fólki,“ segir Elín.
 
Hefur fundið tvo af níu
 
Elín hefur fundið tvo hesta og auglýsti því eftir hinum sjö eins og áður er fram komið, þeim Feng frá Krossi, brúnum vottar fyrir stjörnu, (skráningarnúmer (sn.) IS2000135760), Funa frá Krossi, jörpum, sn. IS2000135761, Freyju frá Krossi, rauðri tvístjörnóttri, sn.  IS2001235760, Fold frá Krossi, jarpri,  sn. IS2003235761, Freistingu frá Krossi,  brúnni, sn. IS2003235762, Fífu frá Krossi, jarpri með stjörnu sn.  IS2003235763 og Svöl frá Skarði 1, móvindóttri, sn. IS2003235761.
 
Að sögn Elínar er lítið vitað um afdrif hrossanna. Hún segist þó hafa vitað til þess að hluti hrossanna hafi verið í hesthúsum í Mosfellsbæ á svæði Harðar, í Hlíðarþúfum í Hafnarfirði og á Álftanesi (Breiðabólstað). Tvö hross; jarpi hesturinn og móvindótta hryssan, hafi verið í þjálfun í hesthúsahverfinu á Selfossi líklegast 2013 eða 2014. Einnig er vitað að einhver þeirra hafa verið í hagagöngu við Stokkseyri og Eyrarbakka, við Vífilsstaði í Garðabæ, líklegast 2012, í Gaulverjabæ, í Mýrdal, Biskupstungum, Borgarfirði og hugsanlega Mosfellsdal, Rangárvallasýslu, Grindavík og Skagafirði. 
 
Hún segir að fleiri staðir geti komið til greina. Vitað sé að eitthvað af hrossunum hafi verið notuð í hestaferðir út á land á vegum danskrar konu sem auglýsir hestaferðir á Fésbók. 

3 myndir:

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...