Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Hrúturinn Karri frá Arnarstöðum lét lífið við einkennilegar aðstæður
Mynd / Benedikt Benediktsson á Saurum
Fréttir 23. nóvember 2018

Hrúturinn Karri frá Arnarstöðum lét lífið við einkennilegar aðstæður

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Systkinin á Arnarstöðum í Helgafellssveit á Snæfellsnesi, skammt frá Stykkishólmi, eru undrandi yfir örlögum veturgamla hrútsins Karra. Fannst hann drukknaður í fjöruborðinu á Hauganesi við afar sérkennilegar aðstæður um miðjan október. 
 
Hólmfríður Hauksdóttir, ábúandi á Arnarstöðum ásamt bróður sínum, segir málið allt hið undarlegasta og afar sorglegt. Hrúturinn var mjög fallegur og með voldug hringuð horn. 
 
 
Allt virtist í sóma en sólarhring seinna var hrúturinn horfinn
 
Hólmfríður segir að allt hafi verið með felldu sunnudaginn 14. október. Þá hafi hrúturinn Karri verið heima við tún, vestan við Náttmálaborg. Þar var hann um hádegisbil með öðrum hrút í góðum félagsskap. Sólarhring síðar, eða um hádegi 15. október, var Karri horfinn. Í þrjá daga er Karra leitað heima við en hann finnst hvergi. 
 
Hólmfríður segir að þá hafi sést í sjónauka hvít þúst í flæðarmálinu í Hauganesi vestur af svonefndum Tanga. Milli Tangans og Hauganess er hluti Hofstaðavogs. Var þá farið að huga að þessari hvítu þúst í fjörunni. Þar liggur þá Karri dauður og að því er virðist sjórekinn. Var hann illa á sig kominn og fuglar byrjaðir að kroppa í hann.
 
Það sem var einkennilegast við þetta var að Karri var með sívalan girðingarstaur úr tré þræddan í gegnum hægra hornið. Var staurinn klemmdur á milli horns og vanga og augljóst að hrúturinn hefur verið algerlega bjargarlaus. Staurinn virtist nýlegur að sjá, um 1,8 metrar að lengd. Engin merki voru að sögn Hólmfríðar að sjá á staurnum sem gefur til kynna að hann hafi verið notaður í girðingu. Við Hofstaðavog er heldur engin flæðihætta þannig að fé fari sér að voða. Hrúturinn virðist hafa gert ítrekaðar tilraunir til að losa sig því hann var særður á vanga og annað augað nær sokkið í bólgu. 
 
 
Líklegast verið að klóra sér
 
Telur Hólmfríður líklegast að staurinn hafi verið hálfuppréttur niðri við fjöru og Karri hafi reynt að nýta hann til að klóra sér á. Þá hafi mögulega svo óhönduglega tekist til að yddaði endi staursins hafi þræðst í gegnum hornið og skorðast þar af. Þar sem staurinn er langur var útilokað að hrúturinn gæti athafnað sig og því líklegast orðið afvelta í fjöruborðinu. Þar hafi hann svo beðið örlaga sinna þegar flæddi að og hann drukknað.
 
Staurinn sagðist Hólmfríður ekki þekkja, því slíkir staurar væru ekki notaðir í girðingar á Arnarstöðum. Óskar hún því eftir að ef einhverjir kunni að hafa orðið hrútsins varir frá því eftir hádegi 14. október og hafi mögulega vitneskju um hvað gerðist að láta sig vita. 
Háskólasamstæða og hátæknilandbúnaður
Fréttir 22. janúar 2025

Háskólasamstæða og hátæknilandbúnaður

Vonir standa til þess að ný háskólasamstæða Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólans á ...

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...