Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hugmyndasmiðja Gjálpar með hugmyndasmiðju í Þjórsárskóla
Fréttir 8. nóvember 2016

Hugmyndasmiðja Gjálpar með hugmyndasmiðju í Þjórsárskóla

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Gjálp, Félag um atvinnuuppbyggingu við Þjórsá, stendur fyrir hugmyndasmiðju í Þjórsárskóla laugardaginn 12. nóvember kl. 13. 
 
„Markmið hennar er að kveikja hugmyndir um nýsköpun og atvinnutækifæri í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Áður en hugmyndavinnan hefst verður farið í greiningu á styrkleikum og veikleikum sveitarinnar, hvaða tækifæri bíða og hvaða ógnir steðja að,“ segir Pálína Axelsdóttir Njarðvík, sem á sæti í stjórn Gjálpar. 
 
Áhersla verður lögð á nýsköpun í þremur megingreinum: landbúnaði, ferðaþjónustu og tækni og hugbúnaði 12. nóvember.  
 
Til að leiða hugmyndavinnuna hefur Gjálp fengið frábært fólk með sérþekkingu á nýsköpun tengdri þessum greinum. 
 
„Við í stjórninni hlökkum mikið til og erum viss um að margar góðar hugmyndir um atvinnutækifæri kvikna. Við viljum fylgja eftir og hjálpa til að láta hugmyndirnar rætast. Fólki og fyrirtækjum sem styðja við sprotafyrirtæki og atvinnuuppbyggingu hefur verið boðið á hugmyndasmiðjuna. Að fjölga atvinnutækifærum í sveitinni varðar alla sem búa í sveitinni eða tengjast henni. 
 
Við erum viss um að margir lumi á góðum hugmyndum og með því að leiða fólk með ólíka reynslu saman verði þær fljótt að veruleika,“ bætir Pálína við. Í lokin verða hugmyndirnar kynntar og loks endað í Árnesi þar sem boðið verður upp á kjötsúpu.
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...