Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hljóðmerki fest á humar.  Mynd / Svanhildur Egilsdóttir
Hljóðmerki fest á humar. Mynd / Svanhildur Egilsdóttir
Mynd / Svanhildur Egilsdóttir
Fréttir 15. september 2020

Humar merktur með hljóðsendum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sextán leturhumrar voru merkt­ir með hljóðmerkjum um borð í rannsóknaskipinu Bjarna Sæmunds­syni á veiðislóð í Jökul­dýpi fyrir skömmu. Merk­ingin var unnin í samvinnu við hafrann­sókna­stofnun Spánar.

Tilraunin er liður í því að varpa ljósi á atferli tegundarinnar, en humar dvelur langdvölum en oft óreglubundið í holum eða göngum sem hann grefur ofan í botnleirinn. Þannig ræður atferlið öllu varðandi veiðanleika humarsins, en aflabrögðin sveiflast mjög eftir tíma sólarhringsins, birtu og dýpi en að jafnaði er veiðin best þegar þörungablóminn stendur hvað hæst á vorin.

Sextán humrar merktir

Á heimasíðu Hafró segir að settir hafi verið niður 9 strengir með hlustunarhljóðduflum með 100 metra bili á tveimur svæðum, á 115 og 195 metra dýpi. Merktir voru 16 humrar á hvoru svæði, þar af þrjú kvendýr.

Merkin gefa frá sér hljóðmerki á 30 til 50 sekúndna fresti í um 70 daga. Merkin voru fest við bakskjöld dýrsins. Gæta þurfti sérstaklega að því að ekkert ljós gæti skaðað sjón þeirra og var því unnið í rauðu vinnuumhverfi og humarinn veiddur í vörpu að næturlagi. Humrunum var svo komið fyrir á hafsbotninum í búri festu við myndavélagrind sem á var myndavél er tók upp sleppinguna. Á hvoru svæði var einnig sett niður straumsjá sem gefur upplýsingar um straum og straumstefnu.

Samvinnuverkefni  með Spánverjum

Sambærileg rannsókn var framkvæmd í fyrsta sinn við strendur Barcelona síðastliðinn vetur. Merkingin við Íslandsstrendur var unnin í samvinnu við hafrannsókna­stofnun Spánar.

Stefnt er að því að taka hlustunarduflin upp 7. nóvember í lok rannsóknaleiðangurs á ástandi sjávar. Humarmerkingin er hluti af sér­stöku tímabundnu fjárfestingarátaki í kjölfar heimsfaraldurs og var styrkt af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Vonast er til að rannsóknin varpi ljósi á þann tíma sem hvert dýr dvelur í holu sinni og gefi upplýsingar um heimasvæði hvers dýrs.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...