Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Hljóðmerki fest á humar.  Mynd / Svanhildur Egilsdóttir
Hljóðmerki fest á humar. Mynd / Svanhildur Egilsdóttir
Mynd / Svanhildur Egilsdóttir
Fréttir 15. september 2020

Humar merktur með hljóðsendum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sextán leturhumrar voru merkt­ir með hljóðmerkjum um borð í rannsóknaskipinu Bjarna Sæmunds­syni á veiðislóð í Jökul­dýpi fyrir skömmu. Merk­ingin var unnin í samvinnu við hafrann­sókna­stofnun Spánar.

Tilraunin er liður í því að varpa ljósi á atferli tegundarinnar, en humar dvelur langdvölum en oft óreglubundið í holum eða göngum sem hann grefur ofan í botnleirinn. Þannig ræður atferlið öllu varðandi veiðanleika humarsins, en aflabrögðin sveiflast mjög eftir tíma sólarhringsins, birtu og dýpi en að jafnaði er veiðin best þegar þörungablóminn stendur hvað hæst á vorin.

Sextán humrar merktir

Á heimasíðu Hafró segir að settir hafi verið niður 9 strengir með hlustunarhljóðduflum með 100 metra bili á tveimur svæðum, á 115 og 195 metra dýpi. Merktir voru 16 humrar á hvoru svæði, þar af þrjú kvendýr.

Merkin gefa frá sér hljóðmerki á 30 til 50 sekúndna fresti í um 70 daga. Merkin voru fest við bakskjöld dýrsins. Gæta þurfti sérstaklega að því að ekkert ljós gæti skaðað sjón þeirra og var því unnið í rauðu vinnuumhverfi og humarinn veiddur í vörpu að næturlagi. Humrunum var svo komið fyrir á hafsbotninum í búri festu við myndavélagrind sem á var myndavél er tók upp sleppinguna. Á hvoru svæði var einnig sett niður straumsjá sem gefur upplýsingar um straum og straumstefnu.

Samvinnuverkefni  með Spánverjum

Sambærileg rannsókn var framkvæmd í fyrsta sinn við strendur Barcelona síðastliðinn vetur. Merkingin við Íslandsstrendur var unnin í samvinnu við hafrannsókna­stofnun Spánar.

Stefnt er að því að taka hlustunarduflin upp 7. nóvember í lok rannsóknaleiðangurs á ástandi sjávar. Humarmerkingin er hluti af sér­stöku tímabundnu fjárfestingarátaki í kjölfar heimsfaraldurs og var styrkt af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. Vonast er til að rannsóknin varpi ljósi á þann tíma sem hvert dýr dvelur í holu sinni og gefi upplýsingar um heimasvæði hvers dýrs.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...