Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hveitibirgðir hafa aukist á heimsvísu
Fréttir 31. mars 2017

Hveitibirgðir hafa aukist á heimsvísu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt tölum landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna (USDA) hveitibirgðir verið að aukast á heimsvísu í kjölfar framleiðsluaukningar og  þrátt fyrir verulega aukin kaup Indverja á hveiti. 
 
Heimsframleiðsla á hveiti á síðasta ári var 751,1 milljón tonna og jókst um 2,8 milljónir tonna. Aukningin kom að mestu frá Ástralíu og Argentínu og gerði meira en að vega upp samdrátt í Evrópusambandslöndum. Metuppskera var á hveiti í Ástralíu sem skilaði 35 milljónum tonna og jókst um 2 milljónir tonna. 
 
Dugar þar ekki til að Indverjar hafa aukið verulega innflutning á hveiti nú í mars í kjölfar þess að þeir voru farnir að ganga mjög á sínar birgðir. Hafa hveitibirgðir Indverja stöðugt verið að minnka síðan 2012.
 
Indverjar leiða nú innflutning á hveiti á heimsvísu og hafa flutt inn 5,5, milljónir tonna í þessum mánuði. Er þetta mesti hveitiinnflutningur Indverja síðan 2006. Þrátt fyrir að eftirspurn í Indlandi hafi aukist, þá hafa hveitibirgðir á heimsvísu verið að hlaðast upp. Þannig hafa birgðir aukist um 1,3 milljónir tonna og voru um síðustu áramót 249,9 milljónir tonna. 
Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...