Hveitibirgðir hafa aukist á heimsvísu
Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt tölum landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna (USDA) hveitibirgðir verið að aukast á heimsvísu í kjölfar framleiðsluaukningar og þrátt fyrir verulega aukin kaup Indverja á hveiti.
Heimsframleiðsla á hveiti á síðasta ári var 751,1 milljón tonna og jókst um 2,8 milljónir tonna. Aukningin kom að mestu frá Ástralíu og Argentínu og gerði meira en að vega upp samdrátt í Evrópusambandslöndum. Metuppskera var á hveiti í Ástralíu sem skilaði 35 milljónum tonna og jókst um 2 milljónir tonna.
Dugar þar ekki til að Indverjar hafa aukið verulega innflutning á hveiti nú í mars í kjölfar þess að þeir voru farnir að ganga mjög á sínar birgðir. Hafa hveitibirgðir Indverja stöðugt verið að minnka síðan 2012.
Indverjar leiða nú innflutning á hveiti á heimsvísu og hafa flutt inn 5,5, milljónir tonna í þessum mánuði. Er þetta mesti hveitiinnflutningur Indverja síðan 2006. Þrátt fyrir að eftirspurn í Indlandi hafi aukist, þá hafa hveitibirgðir á heimsvísu verið að hlaðast upp. Þannig hafa birgðir aukist um 1,3 milljónir tonna og voru um síðustu áramót 249,9 milljónir tonna.