Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hveitibirgðir hafa aukist á heimsvísu
Fréttir 31. mars 2017

Hveitibirgðir hafa aukist á heimsvísu

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt tölum landbúnaðarráðuneytis Bandaríkjanna (USDA) hveitibirgðir verið að aukast á heimsvísu í kjölfar framleiðsluaukningar og  þrátt fyrir verulega aukin kaup Indverja á hveiti. 
 
Heimsframleiðsla á hveiti á síðasta ári var 751,1 milljón tonna og jókst um 2,8 milljónir tonna. Aukningin kom að mestu frá Ástralíu og Argentínu og gerði meira en að vega upp samdrátt í Evrópusambandslöndum. Metuppskera var á hveiti í Ástralíu sem skilaði 35 milljónum tonna og jókst um 2 milljónir tonna. 
 
Dugar þar ekki til að Indverjar hafa aukið verulega innflutning á hveiti nú í mars í kjölfar þess að þeir voru farnir að ganga mjög á sínar birgðir. Hafa hveitibirgðir Indverja stöðugt verið að minnka síðan 2012.
 
Indverjar leiða nú innflutning á hveiti á heimsvísu og hafa flutt inn 5,5, milljónir tonna í þessum mánuði. Er þetta mesti hveitiinnflutningur Indverja síðan 2006. Þrátt fyrir að eftirspurn í Indlandi hafi aukist, þá hafa hveitibirgðir á heimsvísu verið að hlaðast upp. Þannig hafa birgðir aukist um 1,3 milljónir tonna og voru um síðustu áramót 249,9 milljónir tonna. 
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...