Hvetja vitni til að gefa sig fram
Á vef mbl.is er í dag greint frá grunsemdum um að lambi hafi verið misþyrmt hrottalega við smalamennsku í haust í Hörgárdal. Í tilkynningu Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) á vef þeirra er allt dýraníð fordæmt og meðferð á lambinu, eins og lýst er fréttinni, sögð til háborinnar skammar.
„Hér á landi gilda ströng lög og reglur um meðferð dýra og þetta virðist augljóst brot á þeim. Samtökin hvetja alla þá sem urðu vitni að atburðunum að gefa sig umsvifalaust fram við lögreglu,“ segir í tilkynningu á vef LS.