Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Þórunn og Haraldur afhentu hvítlaukssaltið sitt á dögunum í húsnæði Breiðar þróunarfélags á Akranesi.
Þórunn og Haraldur afhentu hvítlaukssaltið sitt á dögunum í húsnæði Breiðar þróunarfélags á Akranesi.
Mynd / smh
Fréttir 21. febrúar 2024

Hvítlaukssalt úr Dölunum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Hvítlauksbændurnir í Neðri-Brekku í Dölunum búast við sex til átta tonna uppskeru næsta haust. Þau hafa hins vegar nýlega tekið forskot á sæluna og sent frá sér hvítlaukssalt sem unnið var í tilraunaeldhúsinu hjá Matís.

Þau Þórunn Ólafsdóttir og Haraldur Guðjónsson settu niður um 40 þúsund hvítlauksgeira í haust. „Það kom svo óvænt í ljós að til var töluvert af hvítlauksrifjum úr tilraunaræktun okkar, sem við settum ekki niður. Við ákváðum því að prófa að búa til hvítlaukssalt. Fórum við til Matís og hittum þar Óla Þór Hilmarsson, sem er verkefnisstjóri fyrir Matarsmiðju Matís,“ segir Haraldur.

Hvítlauksbændurnir Þórunn Ólafsdóttir og Haraldur Guðjónsson þurrka uppskeruna í haust.

„Óli Þór aðstoðaði okkur við að gera gæðahandbók, sem er nauðsynleg fyrir umsókn um framleiðsluleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, sem við sóttum um og fengum. Það leyfi miðast við að framleiðslan fari fram í Matarsmiðju Matís í Grafarholti. Hófumst við handa í tilraunaeldhúsi Matarsmiðjunnar í byrjun desember síðastliðinn. Við nutum stuðnings og faglegra leiðbeininga, bæði frá Óla Þór og fleirum hjá Matís. Leigðum við aðstöðuna þar í rúmlega hálfan mánuð og náðum að framleiða nokkurt magn af hvítlaukssaltinu. Innihald vörunnar er sjávarflögusalt frá Norðursalti á Reykhólum og 25 prósent hvítlaukur frá okkur. Fyrsta krukkan úr framleiðslunni fór í örveirurannsókn hjá Matís og kom mjög hrein út. Það má segja að við höfum rennt blint í sjóinn með þessa vöru, en Þórunn hefur verið að þróa hana undanfarin ár og er þetta útkoman í dag,“ segir hann enn fremur um aðdragandann að markaðssetningunni

Hann bætir við að viðbrögðin við vörunni hafi farið langt fram úr þeirra væntingum, sem þau séu afar þakklát fyrir. Þau hafi upplifað að markaðurinn kalli ákaft eftir þessari innlendu vöru.

Skylt efni: Hvítlaukur

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...