Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Býli með 501-600 kindum skilaði rúmlega þrefalt meiri fjármunum í hendur eiganda síns en býli með 301-400 kindur.
Býli með 501-600 kindum skilaði rúmlega þrefalt meiri fjármunum í hendur eiganda síns en býli með 301-400 kindur.
Mynd / ghp
Í deiglunni 3. maí 2023

Ekki má mikið út af bera

Höfundur: Sverrir Falur Björnsson

Í júní í fyrra birti Hagstofa Íslands metnaðarfulla greiningu um afkomu í landbúnaði frá árinu 2008 til 2020.

Síðan þá hefur árið 2021 bæst í gagnasafnið en enn er bið eftir árinu 2022. Mikið hefur verið ritað og rætt um stöðu sauðfjárræktar undanfarin ár og þá erfiðu stöðu sem bændur eru í. Ljóst er að árið 2022 var afar krefjandi fyrir landbúnaðinn í heild sinni, ekki þarf að fletta upp í ársuppgjörum til að staðfesta það. Samkvæmt afkomukönnun Hagstofunnar batnaði afkoma í sauðfjárrækt árið 2021 eftir mögur ár þar á undan. Samanlögð laun, hagnaður og breyting (hækkun eða lækkun) á eigin fé meðal sauðfjárbýlis hækkaði um 31% frá meðaltali áranna 2017-2020 en var engu að síður ekki nema 2,3 milljónir á verðlagi ársins. Stærð hefur þó mikið að segja þegar kemur að afkomu en býli með 501-600 kindur skilaði til að mynda rúmlega þrefalt meiri fjármunum í hendur eiganda síns en býli með 301-400 kindur.

Þrátt fyrir að 2,3 milljónir króna í hendur bænda sé bæting frá því sem þeir hafa þurft að venjast á árunum á undan 2021 er ljóst að afkoman á árinu 2022 var verri. Samkvæmt greiningu Bændasamtaka Íslands tvöfaldaðist aðfangakostnaður á milli áranna 2021 og 2022. Fyrir meðalbúið þýðir það hækkun upp á rúmar tvær milljónir, nánast jafn mikið og bændur fengu í eigin vasa árið 2021.

Skuldahlutfall í sauðfjárrækt er hagstætt og fer lækkandi yfir tímabilið sem rýnt er í. Fyrir flestar bústærðir er hlutfallið undir einum og á tímabilinu 2012 til 2021 lækkaði meðal skuldahlutfallið úr 85,6% niður í 74,6%. Eins og áður segir hafa niðurstöður fyrir árið 2022 ekki verið birtar en áhugavert verður að sjá hvað afkomukönnun Hagstofu Íslands mun leiða í ljós fyrir árið það ár. Raunin er þó sú að áfallsþol í sauðfjárrækt er ekki mikið. Þrátt fyrir lág skuldahlutföll er eigið fé í greininni lítið og laun lág. Ekki er mikið til að skera niður annað en viðhald og endurfjárfesting í býlunum sjálfum leiðir óhjákvæmilega til þess að arðsemi dregst saman. Í raun er margt sem bendir til að sú þróun sé þegar hafin og að fjárfestinga sé þörf á stórum hluta sauðfjárbýla.

Arðsemi eigin fjár (hagnaður/eigið fé). Árið 2012 státaði meðal sauðfjárbýli að 1,3 milljónum í eigið fé og skilaði 0,5 milljónum í hagnað. Árið 2015 var meðal eiginfjárstaða 2,5 milljónir (verðlag 2015, 2,3 á 2012 verðlagi) en hagnaður enn aðeins 0,5 milljónir.

Jarðvegsauðlind Íslands
Fréttaskýring 11. desember 2024

Jarðvegsauðlind Íslands

Jarðvegur er ein mikilvægasta náttúruauðlind jarðar sem trauðla er hægt að endur...

Helsta ógn við lýðheilsu í dag
Fréttaskýring 29. október 2024

Helsta ógn við lýðheilsu í dag

Íslendingar nota mun meira af sýklalyfjum fyrir fólk en Norðurlandaþjóðirnar en ...

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð
Fréttaskýring 27. september 2024

Umhverfisáhrif óhjákvæmilega verulega neikvæð

Unnið er að veglagningu í Hornafirði, styttingu hringvegarins um Hornafjarðarflj...

Betur má ef duga skal
Fréttaskýring 13. september 2024

Betur má ef duga skal

Tæp 2.000 tonn af heyrúlluplasti skiluðu sér í endurvinnslu árið 2023. Enn eru u...

Vindmyllur þyrla upp moldviðri
Fréttaskýring 30. ágúst 2024

Vindmyllur þyrla upp moldviðri

Nú stefnir allt í að fyrsta vindorkuver Íslands rísi á næstu tveimur árum. Lands...

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði
Fréttaskýring 16. ágúst 2024

Óeðlileg einokun á koltvísýringsmarkaði

Skortur á koltvísýringi og óöryggi við afhendingu hans hefur hamlandi áhrif á yl...

Orsakir kals og möguleg viðbrögð
Fréttaskýring 5. júlí 2024

Orsakir kals og möguleg viðbrögð

Talsverðar kalskemmdir eru á Norðurlandi í ár og virðist tjónið vera útbreiddast...

Vanefndir stjórnvalda
Fréttaskýring 21. júní 2024

Vanefndir stjórnvalda

Nýlega bárust fréttir af nípuræktun í Þurranesi í Dölum og á síðasta ári var sag...