Innflutningsfyrirtæki stefna ríkinu
Nokkur innflutningsfyrirtæki hafa stefnt ríkinu eða ákveðið að stefna því og krefjast endurgreiðslu útboðsgjalds sem hefur verið innheimt vegna úthlutunar á tollkvóta fyrir búvörur.
Fyrstu málin voru þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni og segir á vef Félags atvinnurekenda að krafist sé hundruða milljóna króna endurgreiðslu.
Fyrir ári var ríkið dæmt til að endurgreiða þremur fyrirtækjum oftekið útboðsgjald þar sem það væri skattur og ekki mætti framselja landbúnaðarráðherra hvort skattur væri lagður á eða ekki.