Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Illgresiseyðar er sá flokkur plöntuverndarvara sem langmest er notaður hér á landi og flestir innihalda þeir virka efnið glýfosat.
Illgresiseyðar er sá flokkur plöntuverndarvara sem langmest er notaður hér á landi og flestir innihalda þeir virka efnið glýfosat.
Fréttir 8. nóvember 2019

Innflutningur á illgresiseyðum eykst en magn virkra efna dregst saman

Höfundur: Vilmundur Hansen
Umhverfisstofnun lauk nýverið úttekt á tollafgreiðslu plöntuverndarvara fyrir árið 2018 með hliðsjón af gögnum frá Tollstjóra og upplýsingum frá fyrirtækjum sem setja vörurnar á markað. Heildarmagnið eykst en magn virkra efna dregst saman.
 
Vöruflokkar sem falla undir plöntuverndarvörur eru illgresiseyðar, sveppaeyðar, skordýraeyðar og stýriefni til notkunar í landbúnaði og garðyrkju og af þeim hafa illgresiseyðar verið með mesta markaðshlutdeild, um eða yfir 80%.
 
Á heimasíðu stofnunarinnar segir að niðurstöður úttektarinnar sýna að innflutningur plöntuverndarvara nam 18 tonnum á árinu 2018 og jókst því umtalsvert frá fyrra ári, eða um 56%. Umhverfisstofnun hefur tekið saman gögn um innflutning plöntuverndarvara allt frá árinu 2009 og á þeim tíma hefur þróunin verið í þá átt að innflutningur á þessum vörum hefur dregist saman. Innflutningurinn sveiflast þó talsvert mikið á milli ára og topparnir koma fram þegar verið er að flytja inn birgðir af algengum plöntuverndar­vörum sem duga í nokkur ár og getur það hafa átt við árið 2018.
 
Innflutningur á virkum efnum dregst saman
 
Plöntuverndarvörur geta haft neikvæð áhrif á heilsu og umhverfi og þegar reynt er að meta álagið af þeirra völdum gefur magn virkra efna mun betri vísbendingar um raunverulegt álag heldur en heildarmagnið sem sett er á markað. Þar sem styrkur virku efnanna í plöntuverndarvörum liggur alltaf fyrir er hægt að reikna út frá heildarmagninu af vörum hve mikið af virkum efnum er sett á markað hverju sinni. Sé þetta gert fyrir árið 2018 kemur í ljós að innflutningur á plöntuverndarvörum, mældur í magni af virkum efnum, dróst saman frá fyrra ári, þrátt fyrir að heildarmagnið hafi aukist. Það skýrist af því hversu mikið var flutt inn af vörum á árinu sem innihéldu lágan styrk af virkum efnum, en þar var einkum um að ræða illgresiseyða sem innihalda glýfosat. Þannig má segja að álagið gagnvart heilsu og umhverfi hafi í raun minnkað þótt heildarmagnið sem sett var á markað hafi aukist.
 
Illgresiseyðar mest notaðir
 
Illgresiseyðar er sá flokkur plöntuverndarvara sem langmest er notaður hér á landi og flestir innihalda þeir virka efnið glýfosat. Notkun fellur til í ýmiss konar ræktun svo sem í einka- og almenningsgörðum, á grænum svæðum á vegum sveitarfélaga, á íþróttavöllum og í sumarbústaðalöndum. Þá er mikið notað af þeim á ógrónum svæðum þar sem ekki er ætlast til að gróður sé til staðar eins og á iðnaðarsvæðum, við vegi, í innkeyrslum, á stígum og víðar. Helstu notendur eru almenningur, fyrirtæki, sveitarfélög og opinberar stofnarnir. Rétt er að benda á að notkun á glýfosati virðist vera lítil sem engin í framleiðslu á matvælum og fóðri hérlendis. 
Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði
Fréttir 10. apríl 2025

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra hefur ákveðið að sty...

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar
Fréttir 2. apríl 2025

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar

Líklegt þykir að þingsályktunartillaga um veiðar á álft og gæs utan hefðbundins ...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...