Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Besta skyrið að mati Consumer Reports í Bandaríkjunum.
Besta skyrið að mati Consumer Reports í Bandaríkjunum.
Fréttir 13. nóvember 2020

Íslenska skyrið hlutskarpast af 37 tegundum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Á dögunum könnuðu Netendasamtökin í Bandaríkjunum (Consumer Reports) bragðgæði og hollustu 37 skyrtegunda þar í landi og fékk skyrið frá Icelandic Provisions, sem er samstarfsaðili MS, hæstu einkunn. Mjólkursamsalan á um 15% hlut í félaginu og hefur átt gott samstarf við Icelandic Provisions í þrjú ár um framleiðslu á skyrinu þar vestra. 

Í könnuninni voru bæði tekin fyrir mjólkur og mjólkurlausar jógúrttegundir og var frumtegundin Traditional Skyr frá Icelandic Provisions, sem inniheldur 1,5% af mjólkurfitu, valið besta skyrið með tilliti til hollustu og bragðgæða. Næst á eftir kom Siggi´s skyr sem einnig er byggt á íslenskri arfleifð. 

„Framleiðsla á þessu skyri hófst á Selfossi í ársbyrjun 2016 en var síðan flutt út til Bandaríkjanna í febrúar árið eftir. Þetta er félag sem við erum þátttakendur í og var stofnað til að koma íslenska skyrinu á framfæri þar ytra. Við eigum mjög gott þróunarsamstarf við þá ásamt Ísey útflutningi og það eru alltaf einhverjar nýjungar í farvatninu,“ segir Ari Edwald, forstjóri MS, og bætir við:

„Þeir framleiddu í kringum 7.500 tonn í fyrra og fer vaxandi. Vörurnar eru komnar í yfir 10 þúsund verslanir og það hafa bæst við stórar verslanakeðjur í Bandaríkjunum eins og til dæmis Publixkeðjan. Þeir eru með 12 skyrvörutegundir en það var frumtegundin sem hlaut besta dóminn hjá Consumer Reports á dögunum sem er mjög gleðilegt. Þetta skyr er mjög líkt því sem við erum með í skvísunum hérna á Íslandi. Niðurstöðurnar úr könnuninni voru kynntar á sjónvarpsstöð sem er hluti af ABCsamsteypunni og það hefur alltaf þýðingu að fá svona jákvæðar fréttir sem vekja athygli. Þetta ýtir undir og er hluti af því að byggja upp meðvitund um vörumerkið og gæði skyrsins. Þetta getur haft framtíðarþýðingu fyrir íslenska bændur sem eru eigendur að MS og Ísey útflutningi því ef fyrirtækið þar vestra nær árangri og vex geta orðið úr því töluverð verðmæti.“

Consumer Reports eru viðurkennd og sjálfstæð samtök í Bandaríkjunum sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða í samvinnu við neytendur til að vinna að gegnsæi og sanngirni á markaði. CR upplýsir neytendur og hvetur fyrirtæki til að sýna ábyrgð í verki ásamt því að veita ráðamönnum aðhald við að huga að réttindum neytenda. Samtökin voru stofnuð árið 1936 og telja nú yfir sex milljónir meðlima. 

Skylt efni: Skyr

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...