Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin
Fréttir 23. mars 2023

Íslenskt fiskinasl útnefnt besta sjávarafurðin

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á mánudaginn var hið íslenska Næra fiskinasl frá Responsible Foods útnefnt besta sjávarafurðin í alþjóðlegu matvælakeppninni World Food Innovation Awards.

Um nýsköpunarkeppni framleiðenda matvæla er að ræða og komst önnur vara frá fyrirtækinu, Næra skyrnasl, í úrslit í nýsköpunarflokki keppninnar.

Að sögn Holly T. Kristinsson, framkvæmdastjóra Responsible Foods, er Næra fiskinasl alveg ný útgáfa af íslenskum harðfiski þar sem notast er við sérstakt þurrkunarferli við vinnsluna á vörunni. „Við höfum orðið vör við aukinn alþjóðlegan áhuga á þessari afurð okkar og viðurkenningin mun verða lykilþáttur í því að geta gert hana enn sýnilegri á heimsmörkuðum,“ segir Holly.

Samstarf við Loðnuvinnsluna

Responsible Foods vinnur fiskinaslið sitt í hátækni­vinnslu sinni á Fáskrúðsfirði og vinnur náið með Loðnuvinnslunni þaðan sem hráefnið kemur. Fiskinaslið inniheldur einnig íslenskan ost og smjör frá Mjólkursamsölunni sem á í góðu samstarfi við fyrirtækið. Í tilkynningu er haft eftir Herði G. Kristinssyni rekstrarstjóra að fólk sem jafnvel borðar ekki fisk sé hrifið af naslinu. Með þessari vöruþróun hafi einmitt verið ætlunin að umbylta hefðbundnum harðfiski yfir í form sem breiðari hópur geti borðað.

Sólarsellustyrkir
Fréttir 22. júlí 2024

Sólarsellustyrkir

Orkusetur Orkustofnunar hefur auglýst eftir umsóknum um sólarsellustyrki.

Gæðingafeður og mæður
Fréttir 19. júlí 2024

Gæðingafeður og mæður

Skýr frá Skálakoti átti flest afkvæmi á Landsmóti hestamanna í ár, 31 talsins.

Kúakaup fyrir dómi
Fréttir 19. júlí 2024

Kúakaup fyrir dómi

Kúakaup milli tveggja bænda rötuðu til héraðsdóms á dögunum.

Úthlutun aflamarks
Fréttir 18. júlí 2024

Úthlutun aflamarks

Nýverið fundaði stjórn Byggðastofnunar vegna fyrirhugaðrar úthlutunar sértæks by...

Lóga þarf hrúti
Fréttir 18. júlí 2024

Lóga þarf hrúti

Bóndi þarf að afhenda Matvælastofnun ákveðinn hrút til að kanna útbreiðslu á rið...

Árangurinn kom á óvart
Fréttir 18. júlí 2024

Árangurinn kom á óvart

Fjölskyldan í Strandarhjáleigu í Rangárþingi eystra átti góðu gengi að fagna á n...

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi
Fréttir 17. júlí 2024

Mögulegur milliliður í kjötinnflutningi

Ýmislegt bendir til þess að fyrirtækið Háihólmi sé milliliður í innflutningi Kau...

Hestamennska gefur lífinu lit
Fréttir 17. júlí 2024

Hestamennska gefur lífinu lit

Það gustaði um hross kennd við Vöðla í Rangárþingi ytra á Landsmóti hestamanna.