Ken Noda, forstjóri iFarm Iceland ehf., t.v., ásamt gestum sem heimsóttu plöntuverksmiðjuna í Helguvík. Hann segir japönsku jarðarberin koma á markað í janúar nk.
Ken Noda, forstjóri iFarm Iceland ehf., t.v., ásamt gestum sem heimsóttu plöntuverksmiðjuna í Helguvík. Hann segir japönsku jarðarberin koma á markað í janúar nk.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 7. nóvember 2024

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Japanskt fyrirtæki hyggst bæta hrísgrjónarækt við jarðarberjaframleiðslu sína á Íslandi og brugga hér japanskt sake.

Japanska sprotafyrirtækið iFarm Iceland ræktar nú jarðarber í lóðréttri vatnsræktun í Græna iðngarðinum í Helguvík. Í ár hefur framleiðslan numið um 70 kg á mánuði en áætlað er að auka hana í 500 kg á mánuði á næsta ári. Áform eru um að ræktunin verði í slíku magni að flytja megi jarðarberin út til kaupenda í helstu stórborgum heims.

Eingöngu eru ræktuð japönsk yrki og þau markaðssett undir vörumerkinu ICHI-GO, sem þýðir jarðarber á japönsku. Fyrstu jarðarberin úr japönsku ræktuninni voru kynnt í húsi Sjávarklasans sl. vor. Græni iðngarðurinn er í húsnæði sem áður var ætlað undir álver Norðuráls á iðnaðarsvæðinu í Bergvík og Helguvík.

ICHI-GO á íslenska og breska markaði í janúar

iFarm Iceland ehf., dótturfyrirtæki hins japansk-alþjóðlega fyrirtækis iFarm corp., var stofnað í nóvember árið 2022. Tilgangur fyrirtækisins er plöntuverksmiðjurekstur, framleiðsla og sala á landbúnaðarvörum og útflutningur þeirra.

Ken Noda, forstjóri iFarm Iceland ehf., segir Ísland vera fullkomið umhverfi fyrir nýsköpun í matvælakerfinu. „Við getum starfrækt sjálfbæra verksmiðju með endurnýjanlegri orku, og án losunar koldíoxíðs, með litlum tilkostnaði,“ segir Noda.

Fyrirtækið hefur m.a. kynnt jarðarberjaframleiðsluna með beinni nálgun; með því að gefa almenningi jarðarber, en litið er til þess að hugsanlegir viðskiptavinir hérlendis verði betri veitingastaðir og matvöruverslanir. Jafnframt er stefnt að útflutningi og þá horft til veitingastaða í Bretlandi.

„Við kynnum jarðarberin okkar á íslenskum og breskum mörkuðum í janúar 2025,“ segir Noda. Fengist hafi söluleyfi í september 2024. „Við viljum útvega hágæða jarðarber og gróðursettum því 5.000 nýjar plöntur af japönsku yrki um miðjan október,“ bætir hann við.


Hrísgrjónarækt og sake-brugghús

Sömuleiðis eru uppi áform um að rækta hrísgrjón hér á landi og opna sake-brugghús. Noda segir næstu áskorun iFarm Iceland vera að rækta japönsk hrísgrjón í plöntu- verksmiðjunni. „Við munum brugga japanskt sake úr íslensk-ræktuðu hrísgrjónunum og stefnum að því að selja japanskt sake sem bruggað verður á Íslandi,“ upplýsir hann.

Þá hafa verið uppi hugmyndir um að hefja ræktun wasabi hérlendis til útflutnings og hafa staðið yfir ræktunartilraunir í Japan á árinu tengdar því verkefni. Jafnframt hefur verið rætt að opna sushi-veitingastað hér á landi þar sem íslenskt sjávarfang og japönsk hrísgrjón væru í öndvegi. Noda segir þó engar ákvarðanir hafa verið teknar um ræktun japansks wasabi enn sem komið er.

Fyrst til að rækta japönsk jarðarber í Evrópu

iFarm Iceland ehf. var stofnað í nóvember árið 2022. Tilgangur fyrirtækisins er plöntuverksmiðjurekstur, framleiðsla og sala á landbúnaðarvörum og útflutningur landbúnaðarvöru.

Í viðskiptaáætlun iFarm Iceland fyrir árið 2025 kemur fram að með plöntuverksmiðju sé unnt að rækta í stöðugu umhverfi allt árið um kring og þannig skapa reglulegt framboð vöru í hæsta gæðaflokki ásamt því að stuðla að matvælaöryggi.

Ástæða þess að framleiðslunni sé valinn staður á Íslandi sé gnægð vatns, hreint loft og náttúruleg orka. Ræktunin er gervigreindarstýrð, notaður er kolefnisrafall og UVB- LED-birta í stað varnarefna.

Japönsk jarðarberjayrki eru sögð notuð þar sem þau hafi verið þróuð mjög nákvæmlega til að gera þau sem lífvænlegust. IFarm Iceland segist vera fyrsta fyrirtækið til að rækta japönsk jarðarber í Evrópu.

Græni iðngarðurinn er í Helguvík.
Stórneytendur jarðarberja

iFarm (iFarm corp.) er í grunninn japanskt, en nú alþjóðlegt fyrirtæki, sem þróar hugbúnað og vélbúnað fyrir lóðréttan búskap og vatnsræktun. Tæknin er notuð til sjálfvirkrar, varnarefnalausrar ræktunar á salati, jarðarberjum, kryddjurtum og sprettum. Um er að ræða lóðrétta vatnsræktun sem hámarkar þéttleika plantna og orkusparnað, með lágmarks mannafla.

Japanir eru stórneytendur á ferskum jarðarberjum. Þar í landi eru framleidd um 160 þúsund tonn af þeim árlega og eru Japanir í 11. sæti yfir stærstu framleiðendur jarðarberja á heimsvísu, með um 1,7% alþjóðlega markaðshlutdeild. Jarðarberjayrki í ræktun í Japan eru um 300 talsins eða um helmingur allra jarðarberjayrkja á jörðinni, að sögn iFarm.

Skylt efni: hrísgrjón

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi
Fréttir 7. nóvember 2024

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi

Japanskt fyrirtæki hyggst bæta hrísgrjónarækt við jarðarberjaframleiðslu sína á ...

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd
Fréttir 7. nóvember 2024

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd

Drög að nýjum verðlagsgrunni kúabús liggja fyrir, sem er uppfærsla á grunninum f...

Jafnvægisverð lækkar áfram
Fréttir 7. nóvember 2024

Jafnvægisverð lækkar áfram

Á markaði með greiðslumark í mjólk, haldinn 1. nóvember, myndaðist jafnvægisverð...

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi
Fréttir 7. nóvember 2024

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi

Nýtt kjúklingframleiðsluhús er á teikniborðinu á Miðskógi í Dölum, sem verður sö...

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn
Fréttir 7. nóvember 2024

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn

Áfram heldur þeim lömbum að fækka sem koma til slátrunar ár hvert. Í liðinni slá...

Litadýrð í íslensku sauðfé
Fréttir 6. nóvember 2024

Litadýrð í íslensku sauðfé

Litafjölbreytileiki íslenska sauðfjárins er einstakur á heimsvísu. Karólína Elís...

Nýjar vatnsrennibrautir í Þorlákshöfn
Fréttir 6. nóvember 2024

Nýjar vatnsrennibrautir í Þorlákshöfn

Sveitarfélagið Ölfus hefur fjárfest í tveimur nýjum vatnsrennibrautum fyrir Sund...

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni
Fréttir 5. nóvember 2024

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni

Matís tekur þátt í Evrópuverkefni um skráningu örvera í matvælum og framleiðsluu...