Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Stöðugt framskrið er á hlíðinni um Almenning á leiðinni frá Fljótum að Strákagöngum. Ekki er talin spurning um hvort heldur hvenær vegurinn rofni þar á löngum kafla með tilheyrandi slysahættu.
Stöðugt framskrið er á hlíðinni um Almenning á leiðinni frá Fljótum að Strákagöngum. Ekki er talin spurning um hvort heldur hvenær vegurinn rofni þar á löngum kafla með tilheyrandi slysahættu.
Mynd / HKr
Fréttir 16. nóvember 2020

Jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta lífsnauðsynleg

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Fulltrúar í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hafa undanfarin ár þrýst mjög á þingmenn og Vegagerðina að hraða undirbúningi og framkvæmdum við jarðgöng á milli Fljóta og Siglufjarðar.

Nú sem aldrei fyrr er lífsnauðsynlegt að göngin komist til framkvæmda því jarðsig, skriðuföll og grjóthrun hefur verið með mesta móti á undanförnum misserum eins og þeir þekkja sem aka daglega um veginn segir í bókun frá fundi byggðaráðs. Tíðar jarðskjálftahrinur úti fyrir Tröllaskaga bæta ekki ástandið. 

„Það er mál manna að það sé ekki spurning um hvort heldur hvenær Siglufjarðarvegur rofnar á löngum kafla,“ segir í bókun.

Heimamenn hafðir með í ráðum

Skorar Byggðaráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar á alþingismenn og samgönguráðherra að tryggja að undirbúningi jarðganga á milli Fljóta og Siglufjarðar verði lokið sem fyrst og tryggja fjármögnun til að framkvæmdir við gerð þeirra geti hafist innan tíðar. Byggðarráð hvetur Vegagerðina jafnframt til að hafa heimamenn í Fljótum og á Siglufirði með í ráðum við greiningu á heppilegri legu ganganna. 

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...