Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Umsóknarfrestur vegna jarðabótastyrkja er til 10. september.
Umsóknarfrestur vegna jarðabótastyrkja er til 10. september.
Mynd / JE
Fréttir 19. ágúst 2016

Jarðræktarstyrkir til bænda taka brátt breytingum

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
Umsóknarfrestur vegna styrkja vegna jarðræktar og hreinsunar affallsskurða rennur út 10. september 2016, eða eftir um mánuð. Bændur sem hyggjast sækja um þessa styrki eru vinsamlega beðnir um að ganga frá umsóknum sem allra fyrst, segir í tilkynningu frá Búnaðarmálaskrifstofu Matvælastofnunar.
 
Nýr rammasamningur ríkis og bænda
 
Í nýjum búvöru- og rammasamningi bænda og ríkisins, sem er til meðferðar á Alþingi, er ekki gert ráð fyrir frekari styrkjum vegna stórra affallsskurða, og því er þetta sennilega í síðasta skipti sem styrkir vegna þeirra verða veittir.
 
Í nýjum rammasamningi ríkis og bænda hækka jarðræktarstyrkir verulega sem og nýr styrkur, landgreiðslur, bætist við. Landgreiðslur skulu greiddar út á allt ræktað land sem og uppskorið til fóðuröflunar, en ekki er greitt út á land sem eingöngu er nýtt til beitar. Uppskeruskráning er kvöð. 
Þá bætist við heimild til að greiða stuðning vegna ágangs álfta og gæsa á ræktunarlöndum bænda og einnig verða veittir jarðræktarstyrkir vegna útiræktunar á grænmeti. Upphæð jarðræktarstyrkja árið 2017 er 369 milljónir króna og landgreiðslna 247 milljónir króna. 
 
Að sögn Búnaðarmálaskrifstofu Mast er rétt að hafa þann fyrirvara á þessu að þó að tveir ráðherrar í ríkisstjórninni hafi skrifað undir samninga við bændur þá hefur Alþingi ekki afgreitt viðeigandi lagabreytingarnar svo þeir geti tekið gildi. 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...