JCB kærði Manitou fyrir einkaleyfisbrot
Þann 5. júlí síðastliðinn dæmdi dómstóll í Bretlandi, sem fer með einkaleyfisbrot, franska fyrirtækið Manitou fyrir þjófnað á einkaleyfi í eigu JCB.
Umrætt einkaleyfi snýr að stöðugleikakerfi fyrir skotbómulyftara. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá JCB. Dómnum þótti fullsannað að Manitou hefði notað þessa tækni í sína framleiðslu um árabil og að tæknistuldurinn væri enn þá í gangi.
Manitou reyndi að fá einkaleyfið dæmt úrelt án árangurs, en það gildir til ársins 2031.
JCB vinnur í því að kæra Manitou fyrir brot á sama einkaleyfi fyrir frönskum dómstólum. Vænta má niðurstöðu úr því máli síðla árs 2023.