Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Endurheimt votlendis telst til loftslagsaðgerða.
Endurheimt votlendis telst til loftslagsaðgerða.
Mynd / ghp
Fréttir 24. júlí 2017

Kalla eftir hugmyndum að loftslagsaðgerðum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Vinna stjórnvalda við aðgerða­áætlun í loftslagsmálum er hafin og hefur verið opnað sérstakt vefsvæði tileinkað vinnunni á slóðinni www.co2.is.  Aðgerðaráætlunin mun miða að því að Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu í loftslagsmálum til 2030.
 
Sérstök verkefnisstjórn og sex faghópar vinna áætlunina, en við vinnu aðgerðaáætlunarinnar er áhersla lögð á samráð við haghafa og að sjónarmið og tillögur komi frá aðilum utan stjórnkerfisins. Almenningur er því hvattur til að senda inn hugmyndir og tillögur að aðgerðum í gegnum netfangið loftslag@uar.is. Allar innsendar tillögur og ábendingar verða birtar undir nafni sendanda á vefsvæði aðgerðaráætlunarinnar.
 
Samkvæmt tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu er ætlunin að birta jafnóðum á vefsvæðinu þær tillögur sem berast en þar er einnig að finna ýmsar upplýsingar er tengjast vinnunni við aðgerðaáætlun, s.s. um verkefnastjórn áætlunarinnar, þá sex faghópa sem vinna að tillögum er varða afmarkaða geira atvinnulífs og samfélags og sérstakan samráðsvettvang sem er ætlað að vera verkefnisstjórn og faghópum til ráðgjafar meðan á vinnunni stendur.
 
Gert er ráð fyrir að aðgerðaáætlunin liggi fyrir í lok árs 2017 en með henni er stefnt að því að setja fram aðgerðir sem ætlað er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og auka bindingu koldíoxíðs úr andrúmslofti
Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar
Fréttir 2. apríl 2025

Ólíklegt að veiðar verði heimilaðar

Líklegt þykir að þingsályktunartillaga um veiðar á álft og gæs utan hefðbundins ...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f