Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Endurheimt votlendis telst til loftslagsaðgerða.
Endurheimt votlendis telst til loftslagsaðgerða.
Mynd / ghp
Fréttir 24. júlí 2017

Kalla eftir hugmyndum að loftslagsaðgerðum

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Vinna stjórnvalda við aðgerða­áætlun í loftslagsmálum er hafin og hefur verið opnað sérstakt vefsvæði tileinkað vinnunni á slóðinni www.co2.is.  Aðgerðaráætlunin mun miða að því að Ísland geti staðið við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu í loftslagsmálum til 2030.
 
Sérstök verkefnisstjórn og sex faghópar vinna áætlunina, en við vinnu aðgerðaáætlunarinnar er áhersla lögð á samráð við haghafa og að sjónarmið og tillögur komi frá aðilum utan stjórnkerfisins. Almenningur er því hvattur til að senda inn hugmyndir og tillögur að aðgerðum í gegnum netfangið loftslag@uar.is. Allar innsendar tillögur og ábendingar verða birtar undir nafni sendanda á vefsvæði aðgerðaráætlunarinnar.
 
Samkvæmt tilkynningu frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og forsætisráðuneytinu er ætlunin að birta jafnóðum á vefsvæðinu þær tillögur sem berast en þar er einnig að finna ýmsar upplýsingar er tengjast vinnunni við aðgerðaáætlun, s.s. um verkefnastjórn áætlunarinnar, þá sex faghópa sem vinna að tillögum er varða afmarkaða geira atvinnulífs og samfélags og sérstakan samráðsvettvang sem er ætlað að vera verkefnisstjórn og faghópum til ráðgjafar meðan á vinnunni stendur.
 
Gert er ráð fyrir að aðgerðaáætlunin liggi fyrir í lok árs 2017 en með henni er stefnt að því að setja fram aðgerðir sem ætlað er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi og auka bindingu koldíoxíðs úr andrúmslofti
Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...