Karlakór Hreppamanna 20 ára
Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Karlakór Hreppamanna fagnaði 20 ára afmæli sínu með glæsilegum tónleikum í íþróttahúsinu á Flúðum laugardaginn 1. apríl. Karlakórinn Fóstbræður söng með þeim.
Aðrir tónleikar voru haldnir í Selfosskirkju 3. apríl þar sem Karlakór Selfoss var gestakór og síðustu afmælistónleikarnir fóru fram í Víðistaðakirkju 5. apríl þar sem Karlakórinn Þrestir söng með Hreppamönnum. Einsöngvari á öllum tónleikunum var Guðmundur Karl Eiríksson baríton. Stjórnandi kórsins frá upphafi hefur verið Edit Molnar og maður hennar, Miklós Dalmay píanóleikari. Í dag eru á milli 50 og 60 karlar í kórnum, formaður er Helgi Már Gunnarsson.
Edit Molnar, stjórnandi Karlakórs Hreppamanna, en hún og Miklós Dalmay píanóleikari eru frá Ungverjalandi.