Keppni í ostrusogi
Úrslita heimsmeistarakeppninnar í ostrusogi er beðið með óþreyju á hverju ári en keppnin var haldin í 9. sinn í Boston í Bandaríkjunum fyrir skömmu. Keppendur að þessu sinni voru 13 og allt þaulvanar ostrusugur.
Sigurvegarinn Danilel Notkin sem er allra manna fljótastur að sjúga ostrur úr lokaðri skel var ekki nema eina mínútu og þrjátíu og sjö sekúndur að sjúga tólf ostru úr jafnmörgum lokuðum skeljum. Keppandi í öðru sæti var 34 sekúndum lengur að ná sama marki og heimsmeistarinn frá síðasta ári endaði með bronsið.
Keppnin er hluti af stórri sjávarréttarráðstefnu, Seafood Expo og Seafood Processi Norður Ameríka, sem haldinn er árlega.