Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Jeppinn Tank 300.
Jeppinn Tank 300.
Mynd / Great Wall
Fréttir 20. júlí 2022

Kínverskur jeppi fyrir íslenskar aðstæður

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Fyrir ekki svo mörgum árum var kínverskur bílaiðnaður mjög takmarkaður og þeir fáu bílar sem þeir framleiddu voru af flestum taldir óspennandi og af lélegum gæðum.

Á allra síðustu árum hafa Kínverjar hins vegar verið að auka úrvalið og bæta gæðaeftirlitið í sinni framleiðslu. Fyrstu kínversku bílarnir eru farnir að sjást á íslenskum vegum undir merkjunum MG og Maxus, sem eru ýmist fólksbílar, jepplingar eða sendibílar. Þessir bílar eru af sambærilegum gæðum og aðrir bílar og því er áhugavert að fylgjast með því hvort það komi eitthvað nýtt og spennandi á evrópska markaði.

Nýlega kom á markað jeppinn Tank 300 frá kínverska bílasmiðnum Great Wall. Ástralir hafa sýnt þessum bíl áhuga og er verið að skoða að setja hann á markað þar á næsta ári. Það hafa hins vegar ekki borist fréttir af því að Tank 300 muni koma til Evrópu eins og er.

Tank 300 er millistór jeppi með öllum þeim búnaði sem alvöru jeppi þarf. Jeppinn er byggður á grind, með háu og lágu drifi ásamt driflæsingum. Þetta er því jeppi sem gæti verið jafn öflugur utan vega og Toyota Land Cruiser, sem er byggður upp á svipaðan hátt. Hönnun bílsins ber þess merki að horft hafi verið til annarra „retró“ jeppa sem hafa verið vinsælir á undanförnum árum, eins og Jeep Wrangler, Suzuki Jimny, Ford Bronco og Mercedes Benz G.

Innréttingin í bílnum virðist vera mjög vönduð og af myndum að dæma þá hafa hönnuðirnir sótt innblástur í innréttingarnar hjá Mercedes Benz. Sætin og stýrið eru klædd með leðri, mælaborðið er með leðri og burstuðu stáli og er stór margmiðlunarskjár.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...