Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kjörskrár verða aðgengilegar á Bændatorgi frá 15. febrúar
Fréttir 16. febrúar 2016

Kjörskrár verða aðgengilegar á Bændatorgi frá 15. febrúar

Nú standa yfir viðræður á milli fulltrúa ríkis og bænda um nýja búvörusamninga. Á næstu vikum er stefnt að undirskrift þeirra en í kjölfarið verður atkvæðagreiðsla á meðal bænda. 
 
Atkvæðagreiðslan verður rafræn en póstkosning í boði fyrir þá sem óska. Áður en til kosninga kemur er mikilvægt að bændur gangi úr skugga um að þeir séu á kjörskrá.
 
Kjörskrár fyrir kosningar um nýja búvörusamninga fyrir sauðfjárafurðir annars vegar og nautgriparækt hins vegar verða aðgengilegar á Bændatorginu frá og með 15. febrúar.  Allir sem hafa aðgang að því geta frá og með þeim tíma skoðað hvort þeir eru á kjörskrá. Bændatorgið er aðgengilegt frá heimasíðu BÍ, www.bondi.is. Þeir sem ekki hafa nú þegar aðgang að því geta stofnað aðgang með nýskráningu í gegnum www.island.is. Fyrirspurnum um kjörskrár er einnig hægt að beina til Bændasamtaka Íslands, Landssamtaka sauðfjárbænda eða Landssambands kúabænda.  
 
Á kjörskrá fyrir atkvæðagreiðslu um nýjan samning um starfsskilyrði nautgriparæktarinnar eru þeir sem fengu einhvers konar greiðslur úr samningi um starfsskilyrði mjólkurframleiðslunnar á verðlagsárinu 2015, þ.m.t. beingreiðslur, gripagreiðslur og gæðastýringargreiðslur. Að auki eru á kjörskrá þeir sem koma að viðkomandi rekstri og eru félagar í aðildarfélagi BÍ, 18 ára og eldri, t.d. makar eða aðrir meðeigendur. 
 
Um sauðfjársamning hafa atkvæðisrétt allir sem fengu greiðslur úr sauðfjársamningi á verðlagsárinu 2015, þ.m.t. beingreiðslur, gæðastýringarálag, vaxta- og geymslugjald, ullarniðurgreiðslur, svæðisbundnar greiðslur og greiðslur skv. 64 ára reglu. Einnig aðilar sem koma að viðkomandi rekstri og eru félagar í aðildarfélagi BÍ, 18 ára og eldri, t.d. makar eða aðrir meðeigendur.
 
Félagsaðild miðast við 22. febrúar 2016. Þeir sem telja sig eiga að vera á kjörskrá samkvæmt ofangreindu en birtast þar ekki geta sent erindi þess efnis ásamt rökstuðningi til kjörstjórnar kosninganna. Í kjörstjórn sitja: Erna Bjarnadóttir (eb@bondi.is), Baldur Helgi Benjamínsson (bhb@naut.is) og Svavar Halldórsson (svavar.halldorsson@bondi.is). 
 
Kærufrestur er til 27. febrúar 2016. Áformað er að kosning um samningana fari fram rafrænt í gegnum Bændatorgið. Póstkosning er í boði fyrir þá sem þess óska. Óskum um póstatkvæði þarf að koma til Bændasamtaka Íslands (sími 563-0300) eða til kjörstjórnar fyrir 27. febrúar nk.
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...