Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 prósent í júlí, miðað við sama mánuð á síðasta ári.

Þegar horft er til fyrstu sjö mánaða áranna er vöxtur í öllum kjötframleiðslugreinunum þremur sem Hagstofan heldur utan um.

Á þessum mánuðum hefur svínakjötsframleiðslan vaxið mest, eða samtals um 7,9 prósent. Alifuglaframleiðslan hefur aukist um 4,4 prósent og nautgripakjötsframleiðslan um 1,7 prósent.

Í júnímánuði dróst framleiðslan saman um sex prósent miðað við á síðasta ári og um tíu prósent í mars, var jafnmikil í maí en í öðrum mánuðum hefur orðið vöxtur og mestur í apríl, um 25 prósent.

Þegar rýnt er í tölur nautgripakjötsframleiðslunnar kemur í ljós að á fyrstu sjö mánuðum ársins hefur framleiðsla á kálfakjöti minnkað um 2,5 prósent, miðað við sömu mánuði í fyrra. Einnig á kýrkjöti, um 2,6 prósent, en aukist um 3,3 prósent á ungnautakjöti – sem er langstærsti framleiðsluflokkurinn.

Skylt efni: kjötframleiðsla

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...