Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Lúða er stærst allra flatfiska og með stærstu beinfiskum. Stærsta lúða sem mælst hefur við Ísland var 365 sentímetra að lengd, 45 sentímetra þykk og 266 kíló að þyngd en lengsta lúða sem mælst hefur veiddist við Noreg og var 470 sentímetrar að lengd.
Lúða er stærst allra flatfiska og með stærstu beinfiskum. Stærsta lúða sem mælst hefur við Ísland var 365 sentímetra að lengd, 45 sentímetra þykk og 266 kíló að þyngd en lengsta lúða sem mælst hefur veiddist við Noreg og var 470 sentímetrar að lengd.
Á faglegum nótum 28. maí 2021

Spraka

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stórlúður þóttu mikill happa­dráttur fyrr á tímum. Lúðu hefur fækkað mikið og í dag veiðist húm mest sem meðafli. Þær hafa gengið undir ýmsum nöfnum og margar frásagnir eru til um veiðar á þeim.

Lúða (Hippoglossus hippo­glossus) er langlífur flatfiskur af flyðruætt. Útbreiðslusvæði lúðu er í Norður-Atlantshafi, Norður-Íshafi, Barentshafi, norðanverðum Norðursjó, við norðan- og vestanverðar Bretlandseyjar og við Norður-Ameríku frá Labrador suður til Cape Cod. Náinn ættingi lúðunnar, Kyrrahafslúða (Hippo­glossus stenolepis), finnst í Kyrrahafi en hún er af mörgum fiskifræðingum talin undirtegund lúðu.

Lúðan er botnfiskur sem finnst allt í kringum Ísland en mest er um hana við Suðvestur- og Vesturland og eru þekkt lúðumið undan Vestfjörðum og á Breiðafirði. Hún lifir á 20 til 2000 metra dýpi og í hita frá 1 °C til 15 °C. Lúðan er göngufiskur og flækist víða og hafa lúður merktar við Ísland veiðst við Nýfundnaland. Stórlúður éta flest sem að kjafti kemur en helsta fæða hennar eru fiskar, karfi, þorskur, ýsa, hrognkelsi, steinbítur og loðna auk krabbadýra. Helstu óvinir lúðu eru selir, smáhveli og hákarlar, auk inn- og útvortis sníkjudýra.

Lúða er stærst allra flatfiska og með stærstu beinfiskum. Stærsta lúða sem mælst hefur við Ísland var 365 sentímetra að lengd, 45 sentímetra þykk og 266 kíló að þyngd en lengsta lúða sem mælst hefur veiddist við Noreg og var 470 sentímetrar að lengd.

Talið er að lúður geti orðið allt að fjörutíu ára gamlar. Þær eru seinþroska, hængar verða kynþroska í kringum átta ára en hrygnur tíu til tólf ára. Hrygningartími lúðu við Ísland er frá febrúar og fram á vor og hrygni hún djúpt suður af landinu á allt að 1000 m dýpi. Talið er að hrognin færist upp á við í sjónum eftir hrygningu og að seiðin berist með straumnum upp að suðurströnd Íslands. Lúðan heldur sig á uppeldisstöðvum þar til hún er þriggja til fimm ára en þá fer hún í dýpri sjó í leit að fæðu.

Sókn í lúðu hefur verið mikil í Norður-Atlantshafi og sums staðar hefur stofninum verið útrýmt. Lúða hefur einnig verið ofveidd við Ísland. Lúðuafli er nú í sögulegu lágmarki, hann var 630 tonn árið 2005. Mestur var afli Íslendinga um 1950, eða 2364 tonn.Langlífum fiskum sem verða kynþroska seint á lífsleiðinni eins og lúðan er sérlega hætt við ofveiði. Lúðan sem veiðist nú á Íslandsmiðum er að mestu ókynþroska fiskur og veiddur sem meðafli í öðrum veiðum.

Lúðuveiðar voru stundaðar fyrir utan Vestfirði árin 1884–1898 af Bandaríkjamönnum. Lúðan var veidd á línu, flökuð og söltuð í tunnur. Lúðan sem var veidd á Íslandsmiðum var stór og oft var veiðin mikil.

Áður fyrri gekk lúða undir mörgum nöfnum og meðal annars nefnd flyðra, heilagfiski, spraka, stórlúða, beitulok, brosma, depla, gjafalóa, greiplúða, hálfhvít, kveita, lóulok, lúra, para eða stegla. Lúðvík Kristjánsson segir í Íslenzkum sjávarháttum að flest þessara heita séu staðbundin eða hafi orðið til í munni sjómanna og þá einkum þau styttri og megi af heiti lúðunnar gera sér grein fyrir stærð hennar.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...