Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Í skýrslum ENTSO-E um sameigin­legan raforkumarkað Evrópu er raforka frá Íslandi alltaf höfð inni í myndinni.
Í skýrslum ENTSO-E um sameigin­legan raforkumarkað Evrópu er raforka frá Íslandi alltaf höfð inni í myndinni.
Fréttir 12. apríl 2019

Kolsvört skýrsla um orkupakka 4

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Í Noregi hefur verið tekin saman ný skýrsla um það sem sagt er staðreyndir orkukerfis Evrópusambandsins, iðnaðinn og orkuverð. Byggir skýrslan, sem heitir „EUs energiunion, strømprisene og industrien“, á rannsóknum á skjal­festum gögnum, fjöl­miðla­umfjöllun, viðtölum og samtölum við áhrifafólk í orku­geiranum. 
 
Í skýrslunni segir m.a. að mótun lagaramma fyrir sameiginlegt orkunet Evrópu sé nú lokið með gerð orkupakka 1 – 2 – 3 og 4. Lauk því ferli í desember 2018 sem samþykkt í ESB. Hefur þessi fjórði pakki verið sendur ríkisstjórn Noregs með það í huga hann verði felldur inn í EES-samninginn í kjölfar samþykktar Stórþingsins á orkupakka 3 í byrjun síðasta árs. Það er þó háð því að Ísland samþykki einnig innleiðingu á orkupakka 3.
 
Yfirþjóðlegt vald ACER staðfest
 
Í skýrslunni segir að orkupakki 4 sé „staðfesting á yfirþjóðlegum þætti orkustofnunar ACER.“ Mun framkvæmdastjórnin fylgja eftir áætlunum aðildarlanda þess samnings um frekari virkjanir, orkunýtni og umskipti til nýtingar á endurnýjanlegum orkulindum. 
 
Markmið ACER er að tryggja heildarnettengingu milli landanna sem aðild eiga að sameiginlega orkuneti ESB í gegnum þessa samninga. Þessi óhefta tenging yfir landamæri kemur líka fram í skýrslum ENTSO-E [European Network of Transmission System Oper ators for Electricity] og í skýrslum EnR, [European Energy Network].  
 
ACER tryggi óheft flæði ódýrrar raforku til landa með dýra orku
 
ACER er ætlað að tryggja frjálst flæði orku frá svæðum með lágt raforkuverð yfir á svæði með hátt raforkuverð. Niðurstaðan verður samhæfður evrópskur raforkumarkaður, með enn hærra verði en verið hefur í Noregi. Orkunetinu er síðan ætlað að tengjast fyrir í aðrar heimsálfur, Asíu og Afríku og er þá nefnt European super grid. 
 
Í norsku skýrslunni segir að ESB stefni að því að koma á fót svæðisbundnum miðstöðvum (Regional Operation Centres, ROC) til að halda utan um stjórnun og tryggja öryggi í flutningskerfi raforku. Athygli vekur að ekki er lengur talað um sjálfstæð ríki í Evrópu heldur svæði. Í dag er þetta á ábyrgð Orkustofnunar og Landsnets á Íslandi og Statnett í Noregi. Sett verður reglugerð í samráði við ríkisstjórn um raforkumarkaðinn sem hér segir: 
 
Viðkomandi ríki munu ekki hafa ákvörðunarvald um hvert orkan verður seld
 
„Í reglugerðinni er mælt fyrir um frekari ákvæði sem skiptir máli fyrir viðskipti yfir landamæri. Markmiðið er að tryggja meginregluna um vel samþættan raforkumarkað. Þetta þýðir að allir þátttakendur í sameiginlega orkuneti ESB  verða að hafa jafnan aðgang að mörkuðum. Enn fremur er almennt ákvæði um flutningsgetu og flöskuhálsstjórnun. Þar segir m.a. að innflutningur og útflutningur á raforku megi ekki vera takmarkaður af innlendum þáttum.“ 
 
Með öðrum orðum geta norsk yfirvöld ekki ákvarðað hvernig orkan mun flæða í strengi og netkerfi erlendis. Hið sama ætti þá væntanlega við um Ísland. 
 
Útflutningsgeta Norðmanna á raforku verður stóraukin
 
Í dag er útflutningsgeta Norðmanna um orkunet og sæstrengi um 54 TWh (terawattstundir), en framleiðslugetan í norska raforkukerfinu er nú um 140 TWh. Með tveimur nýjum sæstrengjum sem nú er unnið að til Bretlands og Þýskalands, eykst flutningsgetan í um 78 TWh.
 
Leyfisveitingaferli vegna þriðja kapalsins, „NorthConnect“, er þegar í gangi og þá verður útflutningsgeta Norðmanna í allt að 90 TWh. 
 
Mikilvægustu áhrifin af samþykkt orkupakkanna verða þau að Noregur verður að taka upp markaðsverð sem gildir á sameiginlegum orkumarkaði Evrópu. Innleiðing á orkupökkum 3 og 4 þýða gríðarlegar fjárfestingar í sæstrengjum og öðrum línulögnum (áætlað um 140 milljarðar norskra króna fram til 2040) án tillits til þess hvort umframorka sé fyrir hendi í Noregi til að fæða þá strengi eða ekki. Því verður stóraukinn þrýstingur á að Norðmenn setji upp fleiri virkjanir.  Orkuverð mun samkvæmt skýrslunni stórhækka í Noregi og fyrirtæki þar í landi munu missa það samkeppnisforskot sem þau hafa í dag vegna allt að þreföldunar á orkuverði. 
 
Með beintengingu við sameiginlega orkunetið og sölu á hreinni orku frá Noregi mun orkuskorti, m.a. vegna tæmingar uppistöðulóna í Noregi, verða mætt með innflutningi á orku sem framleidd er meðal annars með mengandi jarðefnaeldsneyti.  
 
Tugir þúsunda starfa í hættu
 
Í norsku skýrslunni segir að iðnaður sem eigi allt undir hagstæðu orkuverði, eins og pappírsiðnaður og málmiðnaður, leggist mögulega af og 12.000 manns, einkum á landsbyggðinni, geti þar misst vinnuna. Hliðaráhrifin eru talin verða þau að 30.000 manns til viðbótar missi vinnuna. Sameiginlega orkukerfi Evrópu sé því veruleg ógn við atvinnulífið í Noregi. Væntanlega gæti þá sama staða komið upp á Íslandi. 

Skylt efni: Orkupakki 4 | ACER | orkumál

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...