Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Laufabrauðssteiking.
Laufabrauðssteiking.
Mynd / HKr.
Fréttir 8. desember 2021

Konur borða meira af laufabrauði en karlar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Um 90% þjóðarinnar borða laufabrauð um jólin samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Gæðabakstur. Stærsti aldurshópurinn sem borðar laufabrauð er 18-24 ára og 35-44 ára, eða 91%.

Þá eru ívið fleiri konur en karlar sem borða laufabrauð. Hlutfall kvenna er 92% en karla 88%. 35% þeirra sem borða laufabrauð borða það alltaf eintómt, en 65% nota álegg/smur og/eða ídýfur. Yngra fólk borðar laufabrauð frekar eintómt. 

,,Í upphafi var laufabrauðið einkum vinsælt á Norðurlandi en þokaðist síðan hægt suður yfir heiðar. Á síðustu áratugum hefur laufabrauðið áunnið sér fastan sess í jólahaldi þúsunda Íslendinga um allt land.

Ætla má að þessi ágæti jólasiður hafi borist með fjölskyldum sem fluttu af Norðurlandi í aðra landshluta,” segir Gísli Þorsteinsson, sölu- og markaðsstjóri Gæðabaksturs.

Skylt efni: laufabrauð

Háskólasamstæða og hátæknilandbúnaður
Fréttir 22. janúar 2025

Háskólasamstæða og hátæknilandbúnaður

Vonir standa til þess að ný háskólasamstæða Háskóla Íslands (HÍ) og Háskólans á ...

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...