Konur breyttu búháttum
Höfundur: Hörður Kristjánsson
Bjarni Guðmundsson, verkefnisstjóri Landbúnaðarsafns Íslands á Hvanneyri, vinnur nú að útkomu enn einnar bókarinnar sem tengist íslenskum landbúnaði. Er bókin væntanleg í byrjun júlí.
Að sögn Bjarna Guðmundssonar mun bókin heita „Konur breyttu búháttum – Saga Mjólkurskólans á Hvanneyri og Hvítárvöllum.“ Áformað er að hún komi út á Hvanneyrardegi, laugardaginn 9. júlí næstkomandi. Það er Landbúnaðarsafnið sem gefur bókina út með atbeina og í samvinnu við Bókaútgáfuna Opnu. Vonast Bjarni til að sala bókarinnar geti orðið safninu fjárhagslegur stuðningur ef vel tekst til.
Bjarni hefur ritað margar aðrar bækur um starfshætti og tækniþróun í sveitum landsins.