Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Valkyrjurnar sem skipa stjórn Nautgriparæktarfélags Eyfellinga. Frá vinstri, Sigríður Björk Ólafsdóttir á bænum Fiti, Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, formaður stjórnar á bænum Stóru-Mörk og Edda G. Ævarsdóttir, sem býr á Nýjabæ.
Valkyrjurnar sem skipa stjórn Nautgriparæktarfélags Eyfellinga. Frá vinstri, Sigríður Björk Ólafsdóttir á bænum Fiti, Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, formaður stjórnar á bænum Stóru-Mörk og Edda G. Ævarsdóttir, sem býr á Nýjabæ.
Mynd / Aðsend
Fréttir 20. apríl 2021

Konur ráða ríkjum í Nautgriparæktarfélagi Eyfellinga

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sá sögulegi viðburður átti sér stað á dögunum á aðalfundi Nautgriparæktarfélags Eyfellinga undir Eyjafjöllum að stjórn félagsins eftir fundinn er eingöngu skipuð konum þar sem Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir á Stóra-Mörk er formaður.

„Já, þetta er skemmtilegt og við erum stoltar konur, sem skipum stjórnina. Félagið er opið öllum þeim sem eiga kýr eða kú á fóðrun undir Vestur- og Austur-Eyjafjöllum. Í dag eru 16 bú aðilar að félagsskapnum. Starfsemi félagsins er ekki stór, en reynt er að fara reglulega í fræðsluferðir og kynna sér nýjungar og hitta aðra bændur utan starfssvæðis félagsins,“ segir Aðalbjörg Rún.

Undanfarin ár hefur aðalfundur félagsins verið haldinn í einu af fjósunum á félagssvæðinu, sem hefur mælst vel fyrir. Fundirnir verða þá vel sóttir og vinsælt hjá félagsmönnum að sækja nágranna sína heim á þennan hátt. Svo skemmtilega vildi til að á síðasta aðalfundi, sem var haldin á búinu Nýjabæ, var þriðja konan kjörin í stjórn félagsins, eða Edda, sem er bóndi á bænum.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...