Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Valkyrjurnar sem skipa stjórn Nautgriparæktarfélags Eyfellinga. Frá vinstri, Sigríður Björk Ólafsdóttir á bænum Fiti, Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, formaður stjórnar á bænum Stóru-Mörk og Edda G. Ævarsdóttir, sem býr á Nýjabæ.
Valkyrjurnar sem skipa stjórn Nautgriparæktarfélags Eyfellinga. Frá vinstri, Sigríður Björk Ólafsdóttir á bænum Fiti, Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir, formaður stjórnar á bænum Stóru-Mörk og Edda G. Ævarsdóttir, sem býr á Nýjabæ.
Mynd / Aðsend
Fréttir 20. apríl 2021

Konur ráða ríkjum í Nautgriparæktarfélagi Eyfellinga

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sá sögulegi viðburður átti sér stað á dögunum á aðalfundi Nautgriparæktarfélags Eyfellinga undir Eyjafjöllum að stjórn félagsins eftir fundinn er eingöngu skipuð konum þar sem Aðalbjörg Rún Ásgeirsdóttir á Stóra-Mörk er formaður.

„Já, þetta er skemmtilegt og við erum stoltar konur, sem skipum stjórnina. Félagið er opið öllum þeim sem eiga kýr eða kú á fóðrun undir Vestur- og Austur-Eyjafjöllum. Í dag eru 16 bú aðilar að félagsskapnum. Starfsemi félagsins er ekki stór, en reynt er að fara reglulega í fræðsluferðir og kynna sér nýjungar og hitta aðra bændur utan starfssvæðis félagsins,“ segir Aðalbjörg Rún.

Undanfarin ár hefur aðalfundur félagsins verið haldinn í einu af fjósunum á félagssvæðinu, sem hefur mælst vel fyrir. Fundirnir verða þá vel sóttir og vinsælt hjá félagsmönnum að sækja nágranna sína heim á þennan hátt. Svo skemmtilega vildi til að á síðasta aðalfundi, sem var haldin á búinu Nýjabæ, var þriðja konan kjörin í stjórn félagsins, eða Edda, sem er bóndi á bænum.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...