Kosið um sameiningu í Austur- Húnavatnssýslu 5. júní
Sveitarstjórnir Húnavatnshrepps og Skagabyggðar hafa samþykkt tillögu sameiningarnefndar Austur-Húnavatnssýslu um að sveitarfélögin fjögur í sýslunni hefji formlegar sameiningarviðræður.
Einnig var samþykkt að hvert sveitarfélag skipi tvo fulltrúa og tvo til vara í samstarfsnefnd. Um er að ræða öll sveitarfélögin í Austur-Húnavatnssýslu, þ.e. Húnavatnshreppur, Blönduósbær, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagaströnd. Kosið verður 5. júní á kjörstað. 1. desember 2020 voru íbúar sveitarfélaganna 1893.