Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Frá Kótelettukvöldi Lionsklúbbsins Bjarma á Hvammstanga.
Frá Kótelettukvöldi Lionsklúbbsins Bjarma á Hvammstanga.
Mynd / Norðangátt.is
Fréttir 7. apríl 2016

Kótelettukvöld skilaði þremur milljónum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Rúmar þrjár milljónir króna söfnuðust á Kótelettukvöldi á Hvammstanga, en til þess efndi Lionsklúbburinn Bjarmi í samstarfi við Karlakórinn Lóuþræla, Húsfreyjurnar á Vatnsnesi, Kvenfélagið Björg og fleiri. Kótelettukvöldið var liður í söfnun fyrir nýju ómtæki á Heilsugæsluna á Hvammstanga.
 
Allir þeir sem unnu að undirbúningi, framkvæmd og skemmtu á samkomunni gáfu vinnu sína, að því er fram kemur á vefnum Norðanátt. Sömu sögu er að segja af öllu hráefni, ásamt afnotum af húsnæði og tækjum. Allt lagt til án endurgjalds.
 
Innkoman af þessum viðburði var ríflega þrjár milljónir króna, m.a. með aðgangseyri, styrktarlínum í dagskrárbæklingi, sölu á bar og uppboði á listmunum og handverki úr héraði. Að viðbættum frjálsum framlögum frá sveitarfélagi, félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum nemur upphæðin nær 4 milljónum króna.
 
Elinborg Sigurgeirsdóttir, Guðmundur Hólmar Jónsson, Daníel Geir Sigurðsson og Skúli Einarsson sáu um dinnermúsík á meðan kóteletturnar runnu ljúft niður. Meðal annarra sem fram komu voru Karlakórinn Lóuþrælar, Kirkjukór Hvammstanga, Lillukórinn, atriði úr söngleiknum Súperstar (í flutningi Hrafnhildar Kristínar Jóhannsdóttur, Ingibjargar Jónsdóttur og Daníels Geirs Sigurðsonar), Leikflokkurinn Hvammstanga og Hljómsveit Geirs Karlssonar.
 
Góð stemning var á kótelettukvöldinu og að því er fram kemur á Norðanátt hló salurinn meira og minna allt kvöldið, enda framreiddu veislustjórarnir, Guðni Ágústsson og Magnús Magnússon, brandarana fagmannlega ofan í veislugesti. 

6 myndir:

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...