Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Pepperónípitsa frá Little Caesars.
Pepperónípitsa frá Little Caesars.
Mynd / Detroit Free Press
Fréttir 14. júní 2017

Krafist 100 milljóna dollara skaðabóta fyrir andmúslímskt pepperóní

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Múslimi í Dearborn í Michigan í Bandaríkjunum hefur krafist 100 milljóna dollara skaðabóta eftir að hafa óvart neytt pepperónís á pitsu frá Little Caesars sem innihélt meint svínakjöt. 
 
Maðurinn, sem kröfuna gerir, heitir Mohamad Bazzi og er múhammeðstrúar eins og fram kemur í frétt Detroit Free Press. Hann segist hafa pantað „halal pitsu“ í tvígang frá Little Caesars í Michigan í Bandaríkjunum. Á pakkningunni utan um pitsurnar sem hann fékk stóð orðið „halal“, en Bazzi fullyrðir að pepperóníið sem var ofan á pitsunum hafi verið ósköp venjulegt pepperóní. Þess má geta að svínakjöt er stranglega bannað á matseðli múslima. Engum sögum fer hins vegar af því hvernig Mohamad Bazzi gat greint að pepperóníið á pitsunni hans var úr svínakjöti en ekki af öðru dýri. Einnig hvernig hann sá að kjötið var af dýri sem ekki var slátrað samkvæmt „halal“, slátrunaraðferð múslima. 
 
Lögfræðingur pitsukaupandans, Majed Moughini, flýtti sér að kvöldi sama dags og við upphaf ramadam að leggja fram kæru svo enginn annar múslimi álpaðist fyrir slysni til að borða svínakjöt frá pitsustaðnum.  
„Þetta veldur okkur miklum áhyggjum,“ sagði Moughni lögfræðingur. „Viðskiptavinur minn vill að almenningur fái að vita af þessu. Sérstaklega á meðan ramadam stendur yfir. Það væri hræðilegt ef múslimar í Dearborn keyptu pitsur frá Little Caesars og uppgötvuðu að þeir væru að borða svínakjöt.“
Sagði hann að fyrir múslima væri neysla á svínakjöti ein versta synd sem hægt væri að fremja. 
 
Í lok fréttarinnar segir að talsmaður Little Caesars telji að engin haldbær rök séu fyrir skaðabótakröfunni. 
 
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...