KS og SKVH gefa út verðskrá fyrir haustið
Verðskrá frá Kjötafurðastöð KS og Sláturhúsi KVH var gefin út 29. júní síðastliðinn.
Líkt og síðustu ár er sama verðskrá hjá þessum tveimur sláturleyfishöfum. Grunnverðskrá hækkar um 18,5% milli ára, reiknað út frá sláturinnleggi ársins 2022. Hækkunin er aðeins misjöfn eftir flokkum. Mest hækkar U5, um 36,5%. Fer úr 514 í 700 kr/kg. Minnst hækkar P2, um 1,1%, fer úr 435 í 440 kr/kg. Samhliða því að verðskrá er gefin út er einnig gefið út að greitt verði, að lágmarki, 5% álag á allt sauðfjárinnlegg eftir sláturtíð.
Nú hafa allir sláturleyfishafar, nema Sláturfélag Vopnafjarðar gefið út afurðaverð. Kjarnafæði Norðlenska hefur gefið út 5% hækkun umfram verðlagsþróun frá síðustu sláturtíð, sem er um 15% hækkun. Sláturfélag Suðurlands hefur gefið út verðskrá þar sem hækkun fyrir innlagt dilkakjöt var 18% frá fyrra ári.