Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
KS og SKVH gefa út verðskrá fyrir haustið
Fréttir 10. júlí 2023

KS og SKVH gefa út verðskrá fyrir haustið

Höfundur: Unnsteinn Snorri Snorrason

Verðskrá frá Kjötafurðastöð KS og Sláturhúsi KVH var gefin út 29. júní síðastliðinn.

Líkt og síðustu ár er sama verðskrá hjá þessum tveimur sláturleyfishöfum. Grunnverðskrá hækkar um 18,5% milli ára, reiknað út frá sláturinnleggi ársins 2022. Hækkunin er aðeins misjöfn eftir flokkum. Mest hækkar U5, um 36,5%. Fer úr 514 í 700 kr/kg. Minnst hækkar P2, um 1,1%, fer úr 435 í 440 kr/kg. Samhliða því að verðskrá er gefin út er einnig gefið út að greitt verði, að lágmarki, 5% álag á allt sauðfjárinnlegg eftir sláturtíð.

Nú hafa allir sláturleyfishafar, nema Sláturfélag Vopnafjarðar gefið út afurðaverð. Kjarnafæði Norðlenska hefur gefið út 5% hækkun umfram verðlagsþróun frá síðustu sláturtíð, sem er um 15% hækkun. Sláturfélag Suðurlands hefur gefið út verðskrá þar sem hækkun fyrir innlagt dilkakjöt var 18% frá fyrra ári.

Skylt efni: verðskrár

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...