Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kúabændur á Suðurlandi jákvæðir gagnvart nýjum búvörusamningi
Fréttir 23. febrúar 2016

Kúabændur á Suðurlandi jákvæðir gagnvart nýjum búvörusamningi

Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi var haldinn á Hellu mánudaginn 1. febrúar. Þar voru væntanlegir búvörusamningar m.a. til umræðu. 
 
Valdimar Guðjónsson.
„Þetta var mjög gagnlegur og vel sóttur fundur. Það voru um 130 manns með gestum. Fjöldinn allur af ungu fólki hefur gengið í félagið síðustu daga og greinilega er mikið um kynslóðaskipti víða síðustu ár á bæjum og einnig tveggja kynslóða bú,“ segir Valdimar Guðjónsson, kúabóndi í Gaulverjabæ í Flóa og formaður Félags kúabænda á Suðurlandi. 
 
Á fundinum var m.a. farið  ítarlega yfir samninga­viðræður við ríkið um bú­vöru­­samning sem væntanlega verður til 10 ára.
 
„Það var frekar jákvæður andi fundarmanna um stöðu viðræðna og því sem náðst hefur fram. Kom það allnokkuð á óvart miðað við nokkuð neikvæða umræðu sem átt hefur sér stað, sérstaklega á samfélagsmiðlum,“ segir Valdimar, sem var endurkjörinn formaður félagsins á fundinum.
Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...