Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Kúabændur ósáttir
Mynd / gbe
Fréttir 30. janúar 2024

Kúabændur ósáttir

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Stjórn deildar nautgripabænda hjá BÍ er sammála um að þörf sé til að ræða stöðu nautakjötsframleiðslu þótt endurskoðun búvörusamninga sé frá.

Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að á fundi samninganefndar þann 14. janúar hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að láta staðar numið og lauk endurskoðuninni þann 17. janúar. Strax frá upphafi hafi það verið afdráttarlaus afstaða samninganefndar ríkisins að ekki kæmi til greina að setja aukna fjármuni í samningana.

Vegna þessa eru ekki gerðar neinar tillögur að breytingum á gildandi samningi um starfsskilyrði nautgriparæktarinnar. Samninganefnd bænda leggur áherslu á að vinna við heildarendurskoðun búvörusamnings, sem á að taka gildi 2027, hefjist hið fyrsta.

Deild nautgripabænda lýsir yfir miklum vonbrigðum með afstöðu stjórnvalda til endurskoðunar. Fulltrúar kúabænda muni áfram vekja athygli á brestum í fjárhagsstöðu nautgripabænda og berjast fyrir bættri afkomu með öllum tiltækum leiðum.

Þá bindur stjórn deildar nautgripabænda vonir við nýjan verðlagsgrundvöll kúabúa sem mun fljótlega líta dagsins ljós.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...