Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Kúabændur ósáttir
Mynd / gbe
Fréttir 30. janúar 2024

Kúabændur ósáttir

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Stjórn deildar nautgripabænda hjá BÍ er sammála um að þörf sé til að ræða stöðu nautakjötsframleiðslu þótt endurskoðun búvörusamninga sé frá.

Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að á fundi samninganefndar þann 14. janúar hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að láta staðar numið og lauk endurskoðuninni þann 17. janúar. Strax frá upphafi hafi það verið afdráttarlaus afstaða samninganefndar ríkisins að ekki kæmi til greina að setja aukna fjármuni í samningana.

Vegna þessa eru ekki gerðar neinar tillögur að breytingum á gildandi samningi um starfsskilyrði nautgriparæktarinnar. Samninganefnd bænda leggur áherslu á að vinna við heildarendurskoðun búvörusamnings, sem á að taka gildi 2027, hefjist hið fyrsta.

Deild nautgripabænda lýsir yfir miklum vonbrigðum með afstöðu stjórnvalda til endurskoðunar. Fulltrúar kúabænda muni áfram vekja athygli á brestum í fjárhagsstöðu nautgripabænda og berjast fyrir bættri afkomu með öllum tiltækum leiðum.

Þá bindur stjórn deildar nautgripabænda vonir við nýjan verðlagsgrundvöll kúabúa sem mun fljótlega líta dagsins ljós.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...