Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Kúabændur ósáttir
Mynd / gbe
Fréttir 30. janúar 2024

Kúabændur ósáttir

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Stjórn deildar nautgripabænda hjá BÍ er sammála um að þörf sé til að ræða stöðu nautakjötsframleiðslu þótt endurskoðun búvörusamninga sé frá.

Í yfirlýsingu frá stjórninni segir að á fundi samninganefndar þann 14. janúar hafi verið komist að þeirri niðurstöðu að láta staðar numið og lauk endurskoðuninni þann 17. janúar. Strax frá upphafi hafi það verið afdráttarlaus afstaða samninganefndar ríkisins að ekki kæmi til greina að setja aukna fjármuni í samningana.

Vegna þessa eru ekki gerðar neinar tillögur að breytingum á gildandi samningi um starfsskilyrði nautgriparæktarinnar. Samninganefnd bænda leggur áherslu á að vinna við heildarendurskoðun búvörusamnings, sem á að taka gildi 2027, hefjist hið fyrsta.

Deild nautgripabænda lýsir yfir miklum vonbrigðum með afstöðu stjórnvalda til endurskoðunar. Fulltrúar kúabænda muni áfram vekja athygli á brestum í fjárhagsstöðu nautgripabænda og berjast fyrir bættri afkomu með öllum tiltækum leiðum.

Þá bindur stjórn deildar nautgripabænda vonir við nýjan verðlagsgrundvöll kúabúa sem mun fljótlega líta dagsins ljós.

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu
Fréttir 21. janúar 2025

Einn úr bændastétt kjörinn til þingsetu

Einungis einn bóndi var kjörinn til setu á Alþingi Íslendinga í nýliðnum kosning...

Nýr bæjarstjóri Múlaþings
Fréttir 21. janúar 2025

Nýr bæjarstjóri Múlaþings

Bæjarstjóraskipti eru að verða í sveitarfélaginu Múlaþingi.

Kúrsinn tekinn til framtíðar
Fréttir 20. janúar 2025

Kúrsinn tekinn til framtíðar

Þingeyjarsveit hefur samþykkt nýja heildarstefnu fyrir sveitarfélagið fram til á...

Skógareldar vaxandi vá
Fréttir 20. janúar 2025

Skógareldar vaxandi vá

Norðurlöndin skoða nú í sameiningu vaxandi hættu á víðtækum skógareldum.

Auka við atvinnuhúsnæði
Fréttir 17. janúar 2025

Auka við atvinnuhúsnæði

Sveitarfélagið Dalabyggð og Byggðastofnun hafa gert með sér viljayfirlýsingu um ...

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur
Fréttir 17. janúar 2025

Stóra viðfangsefnið að styðja við unga bændur

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra nýrrar ríkisstjórnar, segir br...

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna
Fréttir 16. janúar 2025

Nýr hagfræðingur til Bændasamtakanna

Harpa Ólafsdóttir hefur verið ráðin sem hagfræðingur Bændasamtaka Íslands og hóf...

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024
Fréttir 16. janúar 2025

Um hundrað stóð í blóðtöku árið 2024

Meira blóði var safnað á árinu 2024 en á árinu áður. Fjöldi blóðtökuhryssna var ...