Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sara frá Stóra-Vatnsskarði á Landsmóti 2016, knapi er Sara Rut Heimisdóttir.
Sara frá Stóra-Vatnsskarði á Landsmóti 2016, knapi er Sara Rut Heimisdóttir.
Fréttir 3. apríl 2017

Kynbótasýningar hrossa sumarið 2017

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Fagráð í hrossarækt samþykkti drög að áætlun kynbótasýninga hrossa árið 2017 á fundi sínum á dögunum. Sýningaráætlunin er með líku sniði og undanfarin ár. Þó byrja sýningar viku seinna en í fyrra og verður því dæmt lengra fram í júní í ár. 
 
Heimsmeistaramót íslenska hestsins mun fara fram í Hollandi dagana 7.–13. ágúst og eru því síðsumarssýningarnar heldur seinna í ágúst miðað við árið í fyrra. Opnað verður fyrir skráningar á vorsýningar í apríl en frekari upplýsingar má nálgast á vefsíðu RML.
 
Fjórðungsmót á Vesturlandi
 
Fjórðungsmót verður haldið á Vesturlandi í ár, nánar tiltekið í Borgarnesi, daganna 28. júní–2. júlí.
 
Hross sem eru í eigu aðila á Vesturlandi, Vestfjörðum, Húnavatnssýslum eða Skagafirði eiga þátttökurétt á mótinu og er miðað við að lágmarki 25% eignarhlut, að því er fram kemur í tilkynningu frá RML.
„Ákveðin fjöldi efstu hrossa í hverjum flokki eiga þátttökurétt á mótinu og er því ekki um einkunnalágmörk að ræða (sjá fjölda í meðfylgjandi töflu). Miðað er við að 68 kynbótahross verði á mótinu. Til að auðvelda bestu klárhrossum með tölti að komast inn á mótið verður 10 stigum bætt við aðaleinkunn klárhrossa í sætisröðun hrossa inn á mótið. Þetta er sama leið og var farin fyrir síðasta landsmót hvað klárhrossin varðar. Þegar kynbótasýningar byrja næsta vor verður birtur stöðulisti í WorldFeng sem sýnir hvaða hross eru inni á mótinu hverju sinni. Ef fleiri en eitt hross eru jöfn í síðasta sæti inn á mótið þá er þeim öllum heimil þátttaka á mótinu. Eins verða eigendur hrossa sem vinna sér þátttökurétt á mótinu en ætla sér ekki að mæta með þau af einhverjum ástæðum beðnir um að láta vita fyrir ákveðna dagsetningu, þannig að hægt sé að bjóða hrossum sem eru neðar á listanum þátttöku á mótinu,“ segir í tilkynningu RML.
 
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...